Bein útsending: Hvaða fjórir staðir verða að fyrirmyndaráfangastöðum? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynnir uppbyggingu Fyrirmyndaáfangastaða og nýtt vörumerki á fundi í dag sem streymt verður frá á Vísi. 21.4.2021 13:16
750 sumarstörf í viðbót fyrir 17 og 18 ára í Reykjavík Borgarráð hefur samþykkt að fjölga þeim einstaklingum um 750 sem fá sumarstörf hjá borginni. Þetta er gert til að koma sérstaklega til móts við sautján og átján ára ungmenni. Með þessum breytingum verða yfir 1700 sumarstörf í boði hjá borginni í sumar. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 21.4.2021 12:36
Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna. 21.4.2021 12:28
Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21.4.2021 11:44
Mikael Smári tekur við af Jóni Magnúsi Mikael Smári Mikaelsson hefur verið ráðinn yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Hann tekur við starfinu af Jóni Magnúsi Kristjánssyni sem sagði upp í janúar og tók við sem framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd. 21.4.2021 11:14
Í skýjunum með fulla rútu af neikvæðum unglingum „Maður hefur sjaldan verið jafnglaður að heyra af fullri rútu af neikvæðum unglingum,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19 sem varð til þess að senda þurfti unglingadeild skólans í sóttkví. 9. bekkur var í skólaferðalagi á Laugarvatni þegar tíðindin bárust. 21.4.2021 10:21
Svona var 177. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnir og Embætti landlæknis halda reglulega upplýsingafund vegna kórónuveirufaraldursins í dag klukkan 11:03. Fundurinn fer venjulega fram á fimmtudögum en er haldinn í dag þar sem Sumardagurinn fyrsti er á morgun. 21.4.2021 09:12
Fjórða hver íbúð selst yfir ásettu verði Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 1,6% milli febrúar og mars sem er mesta hækkun sem hefur sést milli mánaða síðan í maí 2017. 21.4.2021 09:02
Nýr framkvæmdastjóri hjá Póstinum Gunnar Þór Tómasson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Póstsins en hann kemur frá fyrirtækinu EY og hefur þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. 21.4.2021 08:53
Smituð í FÁ og grunur um smit á Selfossi Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu. 20.4.2021 15:46
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent