750 sumarstörf í viðbót fyrir 17 og 18 ára í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2021 12:36 Flestir vonast eftir sól og sumaryl í Reykavík í sumar eins og annars staðar á landinu. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að fjölga þeim einstaklingum um 750 sem fá sumarstörf hjá borginni. Þetta er gert til að koma sérstaklega til móts við sautján og átján ára ungmenni. Með þessum breytingum verða yfir 1700 sumarstörf í boði hjá borginni í sumar. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. Fimm hundruð ný sumarstörf verða í boði fyrir námsmenn 18 ára og eldri og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður allt að tíu vikur. Áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkurborgar þegar búið er að reikna mótframlag frá ríki verður 131 milljón króna Þetta er sambærileg aðgerð og ráðist var í síðasta sumar. Unnið er að undirbúningi starfanna í samvinnu við Vinnumálastofnun og verður tilkynnt þegar störfin verða auglýst á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Sumarstörf fyrir 17 ára einstaklinga verða 250 og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður sex vikur. Kostnaður vegna starfanna verður 147 milljónir króna. Gripið er til þessara aðgerða því talið er að þessi aldurshópur, sem enn telst til barna samkvæmt lögum, muni eiga erfitt með að finna sumarstörf vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Reykjavíkurborg hefur nú þegar auglýst sumarstörf og áætlað er að ráða 994 einstaklinga í þau. Þar af eru 115 sem munu starfa hjá íþróttafélögum og æskulýðssamtökum í samvinnu við íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar. Með fjölgun sumarstarfa um 750 nær borgin til fleiri ungmenna sem bæði munu starfa við hefðbundin sumarstörf en einnig verða í boði óhefðbundin og skapandi átaksstörf. Samanlagður kostnaður vegna aukningu á stöðugildum fyrir ungmenni í sumar verður 278 milljónir króna. Reykjavíkurborg auglýsti fjölbreytt sumarstörf og sumarafleysingar í febrúar og eru ráðningar í gangi á starfsstöðvum borgarinnar. Þegar hafa borist 4066 umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg og enn er hægt að sækja um nokkur störf. Fjölgun sumarstarfa nú eru hluti af viðspyrnuaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna COVID-19 en borgin hefur ráðist í markvissar vinnumarkaðsaðgerðir vegna ástandsins. Að sögn Auðar Björgvinsdóttur, skrifstofustjóra á Skrifstofa ráðninga og mönnunar, var almenn ánægja með sambærilegar aðgerðir hjá starfsstöðum Reykjavíkurborgar síðasta sumar. Reykjavík Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fimm hundruð ný sumarstörf verða í boði fyrir námsmenn 18 ára og eldri og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður allt að tíu vikur. Áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkurborgar þegar búið er að reikna mótframlag frá ríki verður 131 milljón króna Þetta er sambærileg aðgerð og ráðist var í síðasta sumar. Unnið er að undirbúningi starfanna í samvinnu við Vinnumálastofnun og verður tilkynnt þegar störfin verða auglýst á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Sumarstörf fyrir 17 ára einstaklinga verða 250 og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður sex vikur. Kostnaður vegna starfanna verður 147 milljónir króna. Gripið er til þessara aðgerða því talið er að þessi aldurshópur, sem enn telst til barna samkvæmt lögum, muni eiga erfitt með að finna sumarstörf vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Reykjavíkurborg hefur nú þegar auglýst sumarstörf og áætlað er að ráða 994 einstaklinga í þau. Þar af eru 115 sem munu starfa hjá íþróttafélögum og æskulýðssamtökum í samvinnu við íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar. Með fjölgun sumarstarfa um 750 nær borgin til fleiri ungmenna sem bæði munu starfa við hefðbundin sumarstörf en einnig verða í boði óhefðbundin og skapandi átaksstörf. Samanlagður kostnaður vegna aukningu á stöðugildum fyrir ungmenni í sumar verður 278 milljónir króna. Reykjavíkurborg auglýsti fjölbreytt sumarstörf og sumarafleysingar í febrúar og eru ráðningar í gangi á starfsstöðvum borgarinnar. Þegar hafa borist 4066 umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg og enn er hægt að sækja um nokkur störf. Fjölgun sumarstarfa nú eru hluti af viðspyrnuaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna COVID-19 en borgin hefur ráðist í markvissar vinnumarkaðsaðgerðir vegna ástandsins. Að sögn Auðar Björgvinsdóttur, skrifstofustjóra á Skrifstofa ráðninga og mönnunar, var almenn ánægja með sambærilegar aðgerðir hjá starfsstöðum Reykjavíkurborgar síðasta sumar.
Reykjavík Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira