„Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28.5.2024 08:00
Tekur ekki við Chelsea sem vill ráða nýjan stjóra í vikunni Kieran McKenna, knattspyrnustjóri Ipswich Town mun ekki taka við Chelsea sem er í stjóraleit eftir að Mauricio Pochettino var sagt upp störfum á dögunum. Frá þessu greinir Sky Sports en talið er að þrír stjórar standi eftir sem mögulegir arftakar Pochettino á Brúnni. 27.5.2024 11:00
Jón Arnar grét það ekki að sjá Daníel slá þrjátíu ára Íslandsmet sitt Fyrrverandi tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon grætur það ekki að hafa séð Íslandsmet sitt í langstökki, sem stóð í þrjátíu ár, verða slegið af Daníel Inga Egilssyni í gær. Jón Arnar er sendi hamingjuóskir á Daníel um leið og hann sló metið og er gríðarlega ánægður fyrir hans hönd. 20.5.2024 13:03
Klökkur Jóhann Berg beygði af í viðtali Eins og við sögðum frá fyrr í dag mun íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson leika sinn síðasta leik fyrir Burnley á morgun. Jóhann Berg er á förum frá félaginu sem hann hefur varið tíma sínum hjá undanfarin átta ár og auðsjáanlegt í viðtali, sem hefur nú birst á samfélagsmiðlareikningum Burnley, hversu mikils virði þessi tími hefur verið fyrir Jóhann Berg. 18.5.2024 11:22
Slot staðfestir að hann taki við Liverpool Hollendingurinn Arne Slot staðfesti í dag að hann myndi taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool af Þjóðverjanum Jurgen Klopp sem lætur af störfum eftir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn kemur. 17.5.2024 15:47
Vill komast hjá því að afhenda City bikarinn Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar mun vera viðstaddur leik Arsenal og Everton á Emirates leikvanginum í Lundúnum í komandi lokaumferð deildarinnar þar sem að baráttan um Englandsmeistaratitilinn ræðst. Það gerir Masters þrátt fyrir að líklegra þyki að Englandsmeistaratitillinn verði afhentur í Manchesterborg. 17.5.2024 15:30
Efsti kylfingur á heimslista á yfir höfði sér fjórar ákærur Kylfingurinn Scottie Scheffler, efsti maður á heimslista, á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar þess að hann var handtekinn á vettvangi banaslyss í morgun eftir að hafa virt lokanir lögreglunnar að vettugi. Banaslysið átti sér stað rétt hjá Valhalla vellinum í Kentukcy þar sem að PGA meistaramótið í golfi er nú haldið. 17.5.2024 13:07
Grín sem snerist mjög fljótt upp í alvöru Valsmenn standa nú í sporum sem Mulningsvélin svokallaða stóð í fyrir 44 árum. Framundan úrslitaeinvígi í Evrópubikarnum í handbolta. Þorbjörn Jensson var einn af prímusmótorunum í Evrópuævintýri Vals árið 1980. Þátttöku liðsins í Evrópukeppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli alvöru. 17.5.2024 10:00
„Ef hann á slæmt mót þá endar hann samt í topp tíu“ Annað risamót ársins í golfheiminum hefst seinna í dag þegar að kylfingar hefja fyrsta hring á PGA meistaramótinu á Valhalla vellinum í Kentucky. Þrír kylfingar eru taldir líklegastir til afreka á mótinu sem gæti verið leikið við meira krefjandi aðstæður en vanalega. Og sem fyrr eru augu margra á Tiger Woods. 16.5.2024 13:01
Fabiana brýtur blað í sögunni áður en Jói Kalli tekur við Blað verður brotið í sögu deildarkeppni karla í fótbolta í Danmörku á morgun þegar að Fabiana Alcalá verður fyrsta konan til þess að stýra karlaliði. Fabiana stýrir AB gegn Nykobing á morgun í 2.deildinni en Jóhannes Karl Guðjónsson var í gær ráðinn AB. 16.5.2024 12:05