Eurovision-sigurvegari heiðursgestur á Selfossi á úrslitakvöldinu Danska söngkonan Emmelie De Forest, sem bar sigur úr býtum í Eurovision árið 2013 með laginu Only Teardrops, mun taka lagið í sérstöku Eurovision-partýi á tónleikastaðnum Sviðinu á Selfossi næstkomandi laugardag. Úrslit Eurovision í Liverpool fara fram umrætt kvöld. 7.5.2023 18:24
Þriggja daga heimsókn Guðna til Fjarðabyggðar hefst á morgun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fer í opinbera heimsókn í Fjarðabyggð á morgun og mun heimsóknin standa í þrjá daga. 7.5.2023 17:44
Sjö látnir eftir að jeppa var ekið inn í hóp fólks í Texas Að minnsta kosti sjö eru látnir og ellefu slasaðir eftir að maður ók jeppa inn í hóp fólks sem beið við strætisvagnastöð fyrir utan móttöku fyrir flóttamenn í Brownsville í suðurhluta Texas í Bandaríkjunum í dag. 7.5.2023 17:29
Erna Björk nýr fjármálastjóri Advania Erna Björk Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri Advania og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún kemur til Advania frá Sýn. 5.5.2023 13:40
Handteknir vegna gruns um sölu á fíkniefnahlaupböngsum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum tvo menn karlmenn um þrítugt vegna rannsóknar á máli sem snýr að umfangsmikilli sölu og dreifingu fíkniefna þar sem kannabisefni hafi verið komið fyrir í hlaupböngsum og súkkulaði. 5.5.2023 13:30
Jón Brynjar ráðinn forstöðumaður fjármála hjá Sýn Jón Brynjar Ólafsson hefur verið ráðinn til Sýnar og mun hann leiða fjármál sem er deild á sviði fjármála og stefnumótunar. Deildin nær yfir uppgjör og reikningsskil, hagdeild og innheimtu og mun Jón Brynjar vera forstöðumaður þeirrar deildar. 5.5.2023 13:18
Fluglitakóðinn aftur grænn en óvissustig áfram í gildi Mælingar Veðurstofnnar benda til þess að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Ákveðið hefur verið að færa fluglitakóðann aftur niður á grænan. Óvissustig almannavarna er þó áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli. 5.5.2023 13:03
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 71 einstaklingi var sagt upp störfum. 5.5.2023 12:51
Tekinn á 59 kílómetra hraða á rafhlaupahjólinu, hjálmlaus og með farþega Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði unglingspilt sem ók rafhlaupahjóli á 59 kílómetra hraða niður Þúsöld í Grafarholti þar sem hámarkshraði er 50. 5.5.2023 12:24
Fjórir skotnir og einn látinn þegar Napoli fagnaði titlinum Fjórir voru skotnir í Napoli á Ítalíu í gærkvöldi þar sem borgarbúar fögnuðu sínum fyrsta Ítalíumeistaratitli í fótbolta í heil 33 ár. Ítalski fjölmiðillinn Ansa segir að 26 ára karlmaður hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi. 5.5.2023 07:49