Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að tilkynning um málið hafi borist lögreglu skömmu eftir klukkan 10 í morgun. Þegar lögregla hafi mætt á staðinn hafi ökumaðurinn hins vegar verið farinn af vettvangi.
Kranabíll var í kjölfarið kallaður á staðinn og bíllinn dreginn úr vegarkanti.