Snjóflóð féll á fjölbýlishús í Neskaupstað og verið að rýma fjölda húsa Að minnsta kosti tvö snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og vitað er að annað þeirra féll á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Gluggar hafa brotnað og bílar henst til. Verið er að rýma mikinn fjölda húsa í bænum vegna snjóflóðahættu og hefur neyðarstigi Almannavarna verið lýst yfir. 27.3.2023 08:13
Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27.3.2023 07:49
Snjóflóð féll í Norðfirði og búið að rýma eitt hús Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig í nótt. Flóðið fór yfir Strandgötu og í sjó fram. Verið er að rýma eitt hús. 27.3.2023 07:27
Varasamt ferðaveður austanlands en bjart suðvestantil Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu en þrettán til tuttugu um suðaustanvert landið. Reikna má með éljum fyrir norðan, snjókomu austantil og skafrenningi á suðaustanlands og því er enn varasamt ferðaveður á þeim slóðum. 27.3.2023 07:11
Leggja slagorðinu þar sem æ fleiri skilja ekki til hvers sé vísað Sláturfélag Suðurlands hefur á undanförnum vikum kynnt til sögunnar nýtt útlit á 1944-skyndiréttunum og samhliða breytingunum verður hætt við notast við slagorð réttanna – „Matur fyrir sjálfstæða Íslendinga“. Forstjóri segir að sífellt fleiri skilji ekki vísun slagorðsins til ártalsins – það er réttirnir dragi nafn sitt af ártalinu þegar Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði frá Danmörku. 26.3.2023 10:00
Íbúar Kópavogsbæjar hafa rofið 40 þúsund manna múrinn Íbúar Kópavogsbæjar eru nú orðnir 40 þúsund talsins. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri afhenti á dögunum dreng sem kom í heiminn um miðjan mánuðinn, ásamt foreldrum hans gjafir til að fagna tímamótunum í sögu bæjarins. 24.3.2023 13:53
65 verkefni tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna Sextíu og fimm verkefni eru tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2022, en tilnefningarnar voru gerðar opinberar í dag. 24.3.2023 13:31
Lætur kanna fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp sem ætlað er að leggja mat á fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja, byggt á fyrirliggjandi vísindagögnum og nýjustu upplýsingum. 24.3.2023 12:45
Árásarmaðurinn tvítugur og skaut á fólk af handahófi Lögregla á Grænlandi segir að árásarmaðurinn, sem særði fimm manns á þyrluflugvellinu í Narsaq á miðvikudaginn, hafi fyrst skotið á byggingar í bænum áður en hann hélt að þyrluflugvellinum þar sem hann skaut á fólk af handahófi. 24.3.2023 08:15
Bein útsending: Fjúka orkuskiptin á haf út? Mikilvægi flutningskerfisins í orkuskiptum verður til umfjöllunar á vorfundi Landsnets sem haldinn verður milli 8:30 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 24.3.2023 08:01