Felur fjórum að vinna greinargerðir um ákveðna kafla stjórnarskrárinnar Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2023 13:07 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sérfræðingunum fjórum er ætlað að taka saman greinargerðir um þá kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi. Vísir/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur falið fjórum sérfræðingum – þeim Þórði Bogasyni, Hafsteini Þór Haukssyni, Róberti Spanó og Valgerði Sólnes – að taka saman greinargerðir um þá kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi. Sagt er frá þessu á vef forsætisráðuneytisins. Þar segir að sérfræðivinna þessi sé í samræmi við það hvernig ákveðið var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna að halda áfram þeirri heildstæðu yfirferð yfir stjórnarskrána sem hafi hafist á síðasta kjörtímabili. Þá hafi meðal annars verið tekin fyrir ákvæði um auðlindir og umhverfismál og kafli um handhafa framkvæmdarvalds. „Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður mun vinna greinargerð um IV. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um Alþingi. Þær breytingar sem orðið hafa á kaflanum frá lýðveldisstofnun snúa einkum að afnámi deildaskiptingar Alþingis. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á starfsháttum Alþingis og töluverð þróun alþjóðlega er varðar starfsemi þjóðþinga. Hafsteinn Þór Hauksson mun skoða kafla stjórnarskrárinnar um dómstóla.Stöð 2 Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, mun vinna greinargerð um V. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um dómstóla. Kaflinn hefur lítið breyst frá lýðveldisstofnun en síðan þá hefur dómskerfið þróast auk þess sem mikil þróun hefur verið á alþjóðavettvangi varðandi meðferð dómsvalds í réttarríki. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fv. forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerður Sólnes, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, munu vinna greinargerð um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Við endurskoðun mannréttindakaflans 1995 var megináhersla lögð á að festa í sessi fyrstu og annarrar kynslóðar mannréttindi, þ.e. borgaraleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Síðan þá hefur alþjóðleg réttarþróun á sviði mannréttinda orðið til þess að dýpka inntak ýmissa mannréttindahugtaka og skilning á samspili þeirra innbyrðis. Gert er ráð fyrir því að sérfræðingarnir skili greinargerðum sínum til forsætisráðuneytisins eigi síðar en 1. september nk. Munu þeir í vinnu sinni taka mið af þeirri stjórnarskrárvinnu sem fram hefur farið hér á landi frá 2005,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Sagt er frá þessu á vef forsætisráðuneytisins. Þar segir að sérfræðivinna þessi sé í samræmi við það hvernig ákveðið var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna að halda áfram þeirri heildstæðu yfirferð yfir stjórnarskrána sem hafi hafist á síðasta kjörtímabili. Þá hafi meðal annars verið tekin fyrir ákvæði um auðlindir og umhverfismál og kafli um handhafa framkvæmdarvalds. „Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður mun vinna greinargerð um IV. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um Alþingi. Þær breytingar sem orðið hafa á kaflanum frá lýðveldisstofnun snúa einkum að afnámi deildaskiptingar Alþingis. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á starfsháttum Alþingis og töluverð þróun alþjóðlega er varðar starfsemi þjóðþinga. Hafsteinn Þór Hauksson mun skoða kafla stjórnarskrárinnar um dómstóla.Stöð 2 Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, mun vinna greinargerð um V. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um dómstóla. Kaflinn hefur lítið breyst frá lýðveldisstofnun en síðan þá hefur dómskerfið þróast auk þess sem mikil þróun hefur verið á alþjóðavettvangi varðandi meðferð dómsvalds í réttarríki. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fv. forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerður Sólnes, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, munu vinna greinargerð um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Við endurskoðun mannréttindakaflans 1995 var megináhersla lögð á að festa í sessi fyrstu og annarrar kynslóðar mannréttindi, þ.e. borgaraleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Síðan þá hefur alþjóðleg réttarþróun á sviði mannréttinda orðið til þess að dýpka inntak ýmissa mannréttindahugtaka og skilning á samspili þeirra innbyrðis. Gert er ráð fyrir því að sérfræðingarnir skili greinargerðum sínum til forsætisráðuneytisins eigi síðar en 1. september nk. Munu þeir í vinnu sinni taka mið af þeirri stjórnarskrárvinnu sem fram hefur farið hér á landi frá 2005,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira