Þungbúið vestantil og fallegur haustdagur í vændum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi suðvestanátt í dag. Má reikna með fimm til tíu metrum á sekúndu víðast en tíu til fimmtán metrar á sekúndu um landið norðvestanvert. 19.10.2022 07:13
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18.10.2022 14:28
Innkalla Kalk + Magnesíum frá Gula miðanum Heilsa hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum fæðubótarefnið Kalk+Magnesíum frá Gula miðanum. 18.10.2022 13:41
Mygla fannst undir gervigrasinu í nýju íþróttahúsi Garðbæinga Mygla hefur fundist í gúmmíundirlagi undir gervigrasinu í Miðgarði, nýrri knattspyrnuhöll Garðbæinga, sem opnuð var fyrr á árinu. Gert er ráð fyrir að fletta þurfi upp gervigrasinu og skipta um gúmmíundirlag þó að enn liggi ekki fyrir tímasetningar hvað það varðar. 18.10.2022 13:32
Mega nú ferðast með gæludýrin í búrum á útisvæði Herjólfs Farþegar Herjólfs mega nú fara með gæludýr í búrum upp á útisvæði ferjunnar á meðan á siglingu stendur. Áður þurftu þurfti gæludýraeigendur að geyma gæludýr sín í bílnum eða þá í sérstöku herbergi á bíladekki. 18.10.2022 11:32
Ráðnar til Tvist Hönnunar- og auglýsingastofan Tvist hefur ráðið Stefaníu Ósk Arnardóttur í starf viðskiptastjóra og Emmu Theodórsdóttur í starf grafísks hönnuðar. 18.10.2022 10:46
Hreggviður ráðinn framkvæmdastjóri The Engine Hreggviður Steinar Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri The Engine. Hann hefur frá því í október 2018 starfað sem leiðtogi stafrænnar markaðssetningar hjá The Engine og Pipar\TBWA. 18.10.2022 09:13
Kynnti stefnu og ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Ulf Kristersson, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti í morgun stjórnarsáttmálann og ráðherrana í ríkisstjórn sinni. 18.10.2022 08:36
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18.10.2022 08:08
Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18.10.2022 07:32