Útilokar að ríkisstjórnin endurtaki tilboðsleiðina Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 23. nóvember 2022 11:42 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir útilokað að núverandi ríkisstjórn beiti aftur tilboðsfyrirkomulagi við næstu sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni kom fyrir kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun á opnum fundi um söluferlið. Hann sagðist telja jafnræði fjárfesta veikan blett í söluferlinu og vísaði hann til mismunandi aðferðafræði hjá söluráðgjöfum sem hefði betur mátt samræma með samningum við þá. Bjarni sagði marga kosti við tilboðsleiðina og vísaði til þess að gott verð hafi fengist fyrir hlutinn og en að gallar við leiðina – sem geti komið fram í svo smáu samfélagi – hafi hins vegar raungerst. „Það eru gallar sem henta illa fyrir sölu á ríkiseign sem raungerðust í þessu. Þá getur verið að ráðherrann, ríkisstjórnin, og eftir atvikum þingið, þurfi að gera það hreinlega upp við sig hvers virði það er að leggja aukna áherslu á gagnsæi og jafnræði við frekari sölu. Og hvort það sé svo mikils virði að hægt sé að sætta sig við eitthvað lægra verð til að þess að tryggja þau markmið. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða þegar fram í sækir,“ sagði Bjarni á fundinum í morgun. . Niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið var sú að fjölþættir annmarkar hafi verið á söluferlinu þegar hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur í mars síðastliðnum. Ríkisendurskoðun dró þó ekki í efa að fjárhagsleg niðurstaða söluferlisins hafi verið ríkissjóði almennt hagfelld. Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. 17. nóvember 2022 12:02 Bankasýslan hafi haft fulla yfirsýn á heildareftirspurn í útboðinu Bankasýsla ríkisins hafnar því alfarið að hafa ekki haft fullnægjandi upplýsingar um heildareftirspurn í Íslandsbankaútboðinu í mars síðastliðnum, líkt og haldið er fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í mars síðastliðnum. 16. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Bjarni kom fyrir kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun á opnum fundi um söluferlið. Hann sagðist telja jafnræði fjárfesta veikan blett í söluferlinu og vísaði hann til mismunandi aðferðafræði hjá söluráðgjöfum sem hefði betur mátt samræma með samningum við þá. Bjarni sagði marga kosti við tilboðsleiðina og vísaði til þess að gott verð hafi fengist fyrir hlutinn og en að gallar við leiðina – sem geti komið fram í svo smáu samfélagi – hafi hins vegar raungerst. „Það eru gallar sem henta illa fyrir sölu á ríkiseign sem raungerðust í þessu. Þá getur verið að ráðherrann, ríkisstjórnin, og eftir atvikum þingið, þurfi að gera það hreinlega upp við sig hvers virði það er að leggja aukna áherslu á gagnsæi og jafnræði við frekari sölu. Og hvort það sé svo mikils virði að hægt sé að sætta sig við eitthvað lægra verð til að þess að tryggja þau markmið. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða þegar fram í sækir,“ sagði Bjarni á fundinum í morgun. . Niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið var sú að fjölþættir annmarkar hafi verið á söluferlinu þegar hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur í mars síðastliðnum. Ríkisendurskoðun dró þó ekki í efa að fjárhagsleg niðurstaða söluferlisins hafi verið ríkissjóði almennt hagfelld.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. 17. nóvember 2022 12:02 Bankasýslan hafi haft fulla yfirsýn á heildareftirspurn í útboðinu Bankasýsla ríkisins hafnar því alfarið að hafa ekki haft fullnægjandi upplýsingar um heildareftirspurn í Íslandsbankaútboðinu í mars síðastliðnum, líkt og haldið er fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í mars síðastliðnum. 16. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. 17. nóvember 2022 12:02
Bankasýslan hafi haft fulla yfirsýn á heildareftirspurn í útboðinu Bankasýsla ríkisins hafnar því alfarið að hafa ekki haft fullnægjandi upplýsingar um heildareftirspurn í Íslandsbankaútboðinu í mars síðastliðnum, líkt og haldið er fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í mars síðastliðnum. 16. nóvember 2022 12:31