Fimm látnir og tugir særðir eftir eldsvoða í háhýsi í Buenos Aires Fimm eru látnir og 35 slasaðir eftir mikinn eldsvoða í háhýsi í argentínsku Buenos Aires í gær. 24.6.2022 07:39
Svalt loft yfir landinu og mildast syðst Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu. Reiknað er með lítilsháttar vætu á Norður- og Austurlandi, en annars bjart með köflum. Þó má búast má við síðdegisskúrum suðaustantil á landinu. 24.6.2022 07:09
Mesta vaxtahækkun í Noregi í tuttugu ár Norski seðlabankinn hækkaði í morgun stýrivexti um hálft prósentustig, úr 0,75 í 1,25 prósent. Norskir fjölmiðlar segja að þetta sé mesta hækkun stýrivaxta í landinu í heil tuttugu ár. 23.6.2022 12:56
Árni Gils borinn til grafar Útför Árna Gils Hjaltasonar verður gerð frá Grafarvogskirkju í Reykjavík klukkan 13 í dag. Hann lést fyrr ímánuðinum, 29 ára að aldri. 23.6.2022 12:31
Þingvellir fengu fyrsta heiðursmerki Vörðu Þingvellir voru í gær viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi, en um er að ræða viðurkenning merkisstaða á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum. 23.6.2022 08:49
Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. 23.6.2022 08:12
Sólon R. Sigurðsson er látinn Sólon R. Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri, er látinn, áttræður að aldri. Hann lést á Landspítalanum síðastliðinn þriðjudag. 23.6.2022 07:50
Norðlæg átt ríkjandi á landinu Norðlæg átt verður ríkjandi á landinu í dag, þar sem vindur verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Víða á Vesturlandi verður hins vegar tíu til fimmtán metrar, einkum í vindstrengjum á Snæfellsnesi og Barðaströndinni. 23.6.2022 07:12
Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22.6.2022 12:36
Þórunn ný forstöðumaður hjá Isavia Þórunn Marinósdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Viðskiptatekna og sölu hjá Isavia. 22.6.2022 11:01