Sólskinsveðrinu lokið í bili og vætutíð framundan Nú er sólskinsveðrinu lokið, í bili að minnsta kosti, og vætutíð framundan sunnan- og vestanlands. 31.5.2022 07:13
Ráðinn listrænn stjórnandi hjá Hér&Nú Jónbjörn Finnbogason hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi (e. art director) hjá auglýsingastofunni Hér&Nú. Jónbjörn hefur starfað sem grafískur hönnuður á stofunni frá árinu 2020. 30.5.2022 14:43
Mesta hækkun á leiguverði í tæp tvö ár Hækkun á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða mældist 2,1 prósent í apríl og er um að ræða mesta hækkunin síðan í júní 2020. 30.5.2022 14:33
Kastaði tertu í Monu Lisu Lögregla í Frakklandi handtók í gær karlmann sem hafði kastað tertu sem hafnaði á glerinu sem ver Monu Lisu, málverk Leonardo da Vinci, sem hangir uppi á vegg á listasafninu Louvre í París. 30.5.2022 13:57
Grófu upp líkamsleifar þar sem banaslysið var ekki talið nægjanlega upplýst Líkamsleifar voru grafnar upp úr kirkjugarði á Vestfjörðum síðastliðinn föstudag. Ráðist var í uppgröftinn eftir að lögreglunni á Vestfjörðum barst ábending um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. 30.5.2022 12:57
Skipaður lögráðamaður dró sér þrjár milljónir króna Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt konu á sextugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi eftir að hafa sem skipaður lögráðamaður dregið sér rúmar þrjár milljónir króna af bankareikningi skjólstæðings og millifært inn á persónulegan reikning. 30.5.2022 11:11
Mun stýra Running Tide á Íslandi Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. 30.5.2022 10:29
Daði stýrir markaðs- og umhverfismálum hjá Krónunni Daði Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni og mun hefja störf í ágúst. 30.5.2022 08:57
Tveir skotnir til bana í Örebro í nótt Tveir menn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. 30.5.2022 08:03
Hafa fundið fjórtán lík í flaki farþegavélarinnar Björgunarlið í Nepal hefur nú fundið fjórtán lík í flaki farþegaflugvélar sem fórst þar í landi í gærmorgun. Tuttugu og tveir voru um borð í vélinni, og er talið að allir hafi farist. 30.5.2022 07:56