Hægir vindar og víðast léttskýjað Yfir landinu liggur hægfara háþrýstisvæði yfir helgina og eru vindar því almennt hægir og léttskýjað víðast hvar. Sums staðar er þó þokuloft víð sjávarsíðuna. 22.4.2022 06:58
Dekk losnaði undan bíl og skoppaði niður Ártúnsbrekku Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út nokkru fyrir klukkan 21 í gærkvöldi þegar tilkynnt var um umferðaróhapp í Ártúnsbrekku í Reykjavík. Dekk hafði þar losnað undan bíl og skoppaði það svo niður Ártúnsbrekkuna án þess þó að lenda á öðru ökutæki. 22.4.2022 06:44
Vaktin: Þakklátur Bretum fyrir að opna aftur sendiráð í Kænugarði Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla að ræða beint við Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, nema ljóst sé að viðræður þeirra muni skila áþreifanlegum niðurstöðum. 22.4.2022 06:19
Vaktin: Segir Úkraínumenn einu skrefi nær friði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist tilbúin til að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um frið. Forsætisráðherra Bretlands telur þó ólíklegt að slíkar viðræður muni bera árangur. 20.4.2022 15:45
Paludan og Stram kurs bjóða fram til þings í Svíþjóð Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan og flokkur hans Stram kurs munu bjóða sig fram í sænsku þingkosningunum sem fram fara í september næstkomandi. 20.4.2022 13:00
Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20.4.2022 12:30
Hefur kært styttustuldinn til lögreglu Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu. 20.4.2022 11:05
Nova undirbýr skráningu á markað Nova hefur ákveðið að hefja undirbúning á skráningu hlutabréfa félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Stefnt að skráningu á fyrri helmingi þessa árs. 20.4.2022 10:03
Helen kveður Sýn og verður mannauðsstjóri Deloitte Helen Breiðfjörð hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra Deloitte. 20.4.2022 09:45
„Við erum komin inn í gostímabil“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talsverðar líkur séu á öðru gosi á Reykjanesskaga „á næstunni“. „Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða eftir tíu ár.“ 20.4.2022 08:41