Alvarleg bilun hjá Vatnsveitu Kópavogs Alvarleg bilun kom upp í dælustöð vatnsveitu Kópavogs í nótt líklega í tengslum við veðrið sem gekk yfir. Unnið er að viðgerð. 15.3.2022 08:31
Sekta Hörpu eftir að hafa krafið miðakaupanda um kennitölu Persónuvernd hefur sektað Hörpu um eina milljón króna í máli þar sem kvartað var yfir söfnun upplýsinga um kennitölu og fæðingardag einstaklings í tengslum við rafræn kaup hans á aðgöngumiða. 15.3.2022 07:42
Lægðin beinir til okkar mjög óstöðugu lofti og líkur á frekari eldingum Lægðin sem olli óveðri gærdagsins er nú stödd á Grænlandshafi og grynnist smám saman. Lægðin beinir til okkar mjög óstöðugu lofti og í dag verður suðvestlæg átt og víða talsverður éljagangur auk þess sem líkur eru á eldingum. 15.3.2022 07:14
Ása Berglind leiðir Íbúalistann í Ölfusi Ása Berglind Hjálmarsdóttir, 37 ára menningarstjórnandi, frumkvöðull og tónlistarkennari, mun leiða Íbúalistann í Ölfusi sem býður fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. 14.3.2022 14:55
Ísland opnar sendiráð í Varsjá í haust Íslenskt sendiráð verður stofnað í pólsku höfuðborginni Varsjá síðast á þessu ári. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynnti tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag og kynnti utanríkismálanefnd málið í morgun. 14.3.2022 14:17
Þíða í samskiptum Armena og Tyrkja Utanríkisráðherrar Armeníu og Tyrklands funduðu í Tyrklandi á laugardaginn og voru viðræðurnar, sem miða að því að bæta samskipti ríkjanna, sagðar hafa verið bæði „árangursríkar“ og „uppbyggilegar“. Um er að ræða fyrsta eiginlega fund utanríkisráðherra nágrannaríkjanna frá árinu 2009. 14.3.2022 14:01
Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14.3.2022 08:14
Nokkuð um misheppnaðar innbrotstilraunir Nokkuð var um misheppnaðar innbrotstilraunir á höfuðborgarsvæðinu í gær ef marka má skeyti frá lögreglu. 14.3.2022 07:21
Óveður að skella á landið og appelsínugular viðvaranir Appelsínugular viðvaranir verða í gildi víða um land í dag og skellur óveðrið á um upp úr klukkan níu á Faxaflóa og Breiðafirði en skömmu síðar á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á Miðhálendinu. 14.3.2022 07:15
Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11.3.2022 14:50