Hafa samið um kaup á Eldum rétt Hagar hf. og eigendur Eldum rétt ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á öllu hlutafé Eldum rétt. 11.3.2022 14:28
Ingibjörg Gréta sækist eftir 5. sæti Ingibjörg Gréta Gísladóttir, nýsköpunarfræðingur og leikkona, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi. 11.3.2022 13:48
Þau sækjast eftir embætti forstjóra Tryggingastofnunar Alls sækja níu manns um embætti forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í síðasta mánuði. 11.3.2022 13:07
Ómar Már vill leiða lista Miðflokksins í Reykjavík Ómar Már Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 11.3.2022 12:10
Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11.3.2022 12:00
Ekkert barnabókahandrit uppfyllti kröfur dómnefndar Barnabókaverðlaunin sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund verða ekki afhent í ár þar sem ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd uppfyllti kröfur nefndarinnar. 11.3.2022 11:46
Andri Steinn sækist eftir 2.-3. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi Andri Steinn Hilmarsson, varabæjarfulltrúi og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. 11.3.2022 10:55
Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11.3.2022 10:44
Ragnar leiðir lista Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð Ragnar Sigurðsson, lögfræðingur á Reyðarfirði, mun leiða lista Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí. Framboðslistinn var samþykktur á almennum félagsfundi flokksins á Eskifirði í gærkvöldi. 11.3.2022 08:13
Dæmdur í 150 daga fangelsi fyrir að ljúga til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur verið dæmdur í 150 daga óskilorðsbundið fangelsi og þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sviðsett árás á sjálfan sig í Chicago í janúar 2019. 11.3.2022 07:45