Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2022 07:47 Elon Musk er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla. AP Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. BBC segir frá því að til hafi staðið að Musk, sem er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, tæki sæti í stjórninni síðasta laugardag, en Agrawal greindi svo frá því í dag að það myndi ekki gerast eftir allt saman. Agrawal sagði að þrátt fyrir það myndi stjórn Twitter áfram hlusta á það sem Musk hefði að segja um félagið, þrátt fyrir að hann sæti ekki formlega í sjálfri stjórninni. Agrawal segir þetta fyrirkomulag vera fyrir bestu. Elon has decided not to join our board. I sent a brief note to the company, sharing with you all here. pic.twitter.com/lfrXACavvk— Parag Agrawal (@paraga) April 11, 2022 Musk keypti um 73 milljónir hluta í Twitter fyrir um 2,9 milljarða Bandaríkjadala í upphafi síðustu viku. Á hann nú 9,2 prósenta hlut, eða um fjórum sinnum meira en Jack Dorsey, stofnandi miðilsins. Bréf í Twitter hækkuðu um 27 prósent síðasta mánudag, eftir að tilkynnt var um kaup Musks í félaginu. Twitter Bandaríkin Tesla SpaceX Tengdar fréttir Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
BBC segir frá því að til hafi staðið að Musk, sem er ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, tæki sæti í stjórninni síðasta laugardag, en Agrawal greindi svo frá því í dag að það myndi ekki gerast eftir allt saman. Agrawal sagði að þrátt fyrir það myndi stjórn Twitter áfram hlusta á það sem Musk hefði að segja um félagið, þrátt fyrir að hann sæti ekki formlega í sjálfri stjórninni. Agrawal segir þetta fyrirkomulag vera fyrir bestu. Elon has decided not to join our board. I sent a brief note to the company, sharing with you all here. pic.twitter.com/lfrXACavvk— Parag Agrawal (@paraga) April 11, 2022 Musk keypti um 73 milljónir hluta í Twitter fyrir um 2,9 milljarða Bandaríkjadala í upphafi síðustu viku. Á hann nú 9,2 prósenta hlut, eða um fjórum sinnum meira en Jack Dorsey, stofnandi miðilsins. Bréf í Twitter hækkuðu um 27 prósent síðasta mánudag, eftir að tilkynnt var um kaup Musks í félaginu.
Twitter Bandaríkin Tesla SpaceX Tengdar fréttir Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30