Ráðin til sjóbaða Skúla í Hvammsvík Hilmar Þór Bergmann, Fríða Jónsdóttir, Gróa Jónsdóttir og Guðmundur Guðjónsson hafa öll verið ráðin til starfa til að vinna að uppbyggingu ferðaþjónustu í Hvammsvík í Hvalfirði. 8.3.2022 09:11
Þorkell dregur framboðið til baka í kjölfar „rætinnar gagnrýni“ Þorkell Sigurlaugsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB) til baka. Hann segir að eftir umhugsun og samtöl við stuðningsfólk hafi honum ekki þótt við hæfi að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og þá hafi hann ekki viljað trufla framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þar sem hann sækist eftir 2. sæti. 8.3.2022 08:00
Tuttugu nú látnir í flóðunum í Ástralíu Tveir til viðbótar hafa nú látið lífið í flóðunum sem herjað hefur á íbúa austurhluta Ástralíu síðustu vikurnar. Alls hafa tuttugu nú látið lífið vegna flóðanna. 8.3.2022 07:37
Lægð nálgast hægt og bítandi úr suðri Lægð nálgast nú hægt og bítandi úr suðri og skil frá henni ganga nú yfir landið með tilheyrandi umhleypingum. 8.3.2022 07:11
Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7.3.2022 16:45
Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur. 7.3.2022 15:00
Sætanýting hjá Play jókst milli mánaða Flugfélagið Play flutti 19.686 farþega nýliðnum febrúarmánuði og var sætanýting 67,1 prósent, samanborið við 55,7 prósent í janúar. 7.3.2022 13:53
Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7.3.2022 08:49
Adda Bára Sigfúsdóttir er látin Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur, fyrrverandi borgarfulltrúi og varaformaður Alþýðubandalagsins er látin, 95 ára að aldri. Hún lést að morgni 5. mars á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. 7.3.2022 08:29
Hildur leiðir lista Austurlistans í Múlaþingi Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, mun leiða lista Austurlistans í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. 7.3.2022 08:07