Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25.2.2022 10:38
Fjögur ráðin til Brandenburg Þorleifur Gunnar Gíslason, Dana Rún Hákonardóttir, Sóley Lee Tómasdóttir og Hildur Hafsteinsdóttir hafa öll verið ráðin til starfa hjá hönnunar- og auglýsingastofunni Brandenburg. 25.2.2022 10:10
M*A*S*H-stjarnan Sally Kellerman er látin Bandaríska leikkonan Sally Kellerman, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk Margaret „Hot Lips“ O'Houlihan, í kvikmyndinni M*A*S*H, er látin. Hún varð 84 ára gömul. 25.2.2022 09:56
Hilda Jana leiðir lista Samfylkingarinnar á Akureyri Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar var samhljóða samþykktur á á félagafundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gærkvöld. 25.2.2022 09:13
Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum og reikna með frekari lokunum Búið er að loka Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði, en stöðugt hefur bætt í vind á þeim slóðum. Von er á miklu óveðri á landinu í dag og má því fastlega reikna með að fleiri vegum verið lokað í dag. 25.2.2022 07:38
Appelsínugular viðvaranir þegar óveður gengur yfir landið í dag Djúp lægð, um 950 millibara, er komin inn á Grænlandshaf og sendir hún óveður yfir landið í dag. Appelsínugular eða gular viðvaranir hafa verið gefnar út um allt land. 25.2.2022 07:27
Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24.2.2022 14:48
„Eitt umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál“ sem komið hafi upp hér á landi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á búfé á nautgripa- og sauðfjárbúi á Vesturlandi. Stofnunin segir á þriðja tug nautgripa og um tvö hundruð fjár, auk fimm hænsna, hafi drepist eða verið aflífuð vegna skorts á fóðri og brynningu. 24.2.2022 13:48
Kristín Hildur hjá Fortuna Invest til Íslandsbanka Kristín Hildur Ragnarsdóttir, eina af meðlimum Fortuna Invest, hefur verið ráðin til starfa hjá Íslandsbanka og þar sem hún mun leiða vöruþróun fyrir ungt fólk og fjárfestingar. 24.2.2022 13:05
Elísabet og Steinar Bragi tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Rithöfundarnir Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða hafhent í Helsinki í Finnlandi 1. nóvember. Elísabet er tilnefnd fyrir Aprílsólarkulda og Steinar Bragi fyrir Truflunina. 24.2.2022 11:47