Kynnar á Óskarsverðlaunahátíðinni eftir þriggja ára hlé Eftir þrjár Óskarsverðlaunahátíðir í röð án kynnis verður nú breyting á. Þrjár konur – þær Regina Hall, Amy Schumer og Wanda Sykes – munu sameiginlega taka að sér hlutverkið á 94. Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer 27. mars næstkomandi. 15.2.2022 08:09
Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15.2.2022 07:47
Skjálfti fannst á Akureyri og nágrenni í nótt Skjálfti 2,9 að stærð varð á Norðurlandi klukkan 00:23 í nótt og fannst hann meðal annars á Akureyri. 15.2.2022 07:27
Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15.2.2022 07:17
Helga býður sig fram í 2.-3. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur boðið sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí. 14.2.2022 14:30
Ófærð í Víðidal: „Þetta minnir mig á gamla daga“ „Nú er þetta alvöru hvítt. Þetta minnir mig á gamla daga. Svona var þetta oft hérná áður fyrr, í minningunni.“ 14.2.2022 14:18
Guðbjörg Oddný vill 3. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer dagana 3.-5. mars næstkomandi. 14.2.2022 13:39
Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. 14.2.2022 13:10
Sjö látnir eftir sprengingu í Suður-Frakklandi Sjö eru látnir í kjölfar sprengingar í matvöruverslun í bænum Saint-Laurent-de-la-Salanque í suðurhluta Frakklands í nótt. Mikill eldur braust út í kjölfar sprengingarinnar. 14.2.2022 11:55
Steinþór Jón vill 5. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ Steinþór Jón Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. 14.2.2022 10:53