Allt að tuttugu stiga frost inn til landsins Veðurstofan spáir suðvestlægum áttum í dag með stöku éljum vestanlands en bjart að mestu fyrir austan. 10.2.2022 07:09
Arnþrúður hafði betur gegn Reyni í Hæstarétti Ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpskonu á Útvarpi Sögu, um Reyni Traustason ritstjóra standa. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Landsréttar þess efnis. Reynir hafði höfðað mál á hendur Arnþrúði og sakað hana um ærumeiðandi ummæli. 9.2.2022 14:18
Tveir handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfi á 22 ára konu í Álaborg Lögregla í Danmörku hefur handtekið tvo 36 ára karlmenn vegna gruns um að tengjast hvarfinu á hinni 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun, en málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku. 9.2.2022 13:06
Vörubíll fór út af veginum í Þrengslum í gær Vörubíll á vegum Lýsis fór út af Þrengslavegi í gær. Bíllinn blasir nú við vegfarendum á þessum slóðum og er unnið að því að ná bílnum af slysstaðnum. 9.2.2022 12:00
Margrét Þórhildur drottning með Covid-19 Margrét Þórhildur Danadrottning hefur greinst með kórónuveiruna. 9.2.2022 11:49
Þessi níu bjóða sig fram í forvali VG á Akureyri Níu verða í framboði í rafrænu forvali Vinstri grænna á Akureyri sem fer fram dagana 2. til 5. mars næstkomandi. 9.2.2022 11:21
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr tveimur prósentum í 2,75 prósent. 9.2.2022 08:30
Sektar sex verslanir í Eyjum vegna trassaskaps við verðmerkingar Neytendastofa hefur sektað sex verslanir í Vestmannaeyjum þar sem þær hafi ekki sinnt reglum um verðmerkingar. Verslanirnar sem um ræðir eru Flamingó, Heimaey, N1 Friðarhöfn, Póley, Salka og Tvisturinn og nema sektirnar ýmist 50 eða 100 þúsund krónur. 9.2.2022 08:10
Þær vilja taka við stöðu rektors Háskólans á Hólum Alls bárust fjórar umsóknir um stöðu rektors Háskólans á Hólum, en staðan var auglýst laus til umsóknar á dögunum og rann umsóknarfrestur á mánudaginn. 9.2.2022 07:45
Samfélagið opnar á ný í Svíþjóð Aflétting langflestra takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi í Svíþjóð á miðnætti. Þannig hefur regla um að veitingastaðir þurfi að loka klukkan 23 og hætta áfengissölu klukkan 22:30 verið felld úr gildi. 9.2.2022 07:37