„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1.1.2022 07:19
Bein útsending: Ljósverkum Ólafs Elíassonar varpað á glerhjúp Hörpu Tólf nýjum ljósverkum listamannsins Ólafs Elíassonar verður varpað á glerhjúp Hörpu í Reykjavík á gamlársdag og nýársdag. Ólafur gaf Hörpu verkin tólf í tilefni af tíu ára afmæli Hörpu. Hægt verður að fylgjast með verkunum í spilaranum að neðan en sýningin hefst strax á miðnætti. 30.12.2021 22:00
Ísey Skyr Bar laut í lægra haldi í deilu um uppskriftir og útlit umbúða og vara Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að útlit umbúða og vara Ísey Skyr Bar skorti nægilegt sérkenni til þess að fyrirtækið gæti notið einkaréttar á því. 30.12.2021 14:42
Kveiktu í gamla þinghúsinu í Canberra Hópur mótmælenda í áströlsku höfuðborginni Canberra kveiktu í gamla þinghúsi landsins í morgun. Miklar skemmdir voru unnar á inngangi byggingarinnar sem nú hýsir safn tileinkuðu þróun lýðræðis í landinu. 30.12.2021 14:01
Fyrrverandi þingmenn vilja stöðu framkvæmdastjóra landskjörstjórnar Alls sóttu 22 um embætti framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem auglýst var laust til umsóknar 3. desember 2021. Í hópi umsækjenda eru meðal annarra tveir fyrrverandi þingmenn. 30.12.2021 12:01
Bein útsending: AWE - Nýsköpunarhraðall HÍ fyrir konur Nýsköpunarhraðallinn Academy for Women Entrepreneurs (AWE), sem Háskóli Íslands og Bandaríska sendiráðið á Íslandi standa saman að, verður haldinn í annað sinn snemma á nýju ári. 30.12.2021 11:30
839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30.12.2021 10:40
Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30.12.2021 10:09
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2021 Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok. 30.12.2021 09:00
Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. 30.12.2021 07:37