varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sau­tján ára Úsbek­i felldi Carl­sen af stallinum

Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni.

744 greindust innan­lands í gær

744 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 298 af þeim 744 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 40 prósent. 446 voru utan sóttkvíar, eða 60 prósent.

Norð­menn fá ekki norsk hand­rit sem Árni færði Dönum að gjöf

Danir hafa hafnað ósk Norðmanna um að fá afhent sjö handrit sem segja sögu norsks samfélags á öldum áður. Norðmenn fóru þess á leit síðasta sumar að fá afhent handritin með það í hyggju að þau yrði hluti af varanlegri sýningu á Þjóðarbókasafninu í Osló.

Sumar­hiti í Alaska: 19,4 gráður mældust á Kódía­keyju

Hitinn á Kódíakeyju í Alaska í Bandaríkjunum mældist 19,4 gráður síðastliðinn sunnudag, en aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í ríkinu í desembermánuði. Fyrra hitamet fyrir desember var þar slegið um heilar 3,9 gráður.

All­hvöss norðan­átt og snjó­koma eða él víða á landinu

Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag og að strekkingur eða allhvass verði algengur vindstyrkur. Jafnvel megi reikna með að það verði hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan- og vestanlands. Nú í morgunsárið sé snjókoma eða él nokkuð víða á landinu.

Sjá meira