Norðaustanátt og éljagangur um norðan- og austanvert landið Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt í dag, en talsvert hægari en í gær. Éljagangur verður um landið norðan- og austanvert, en lengst af léttskýjað sunnan- og vestanlands. 30.12.2021 07:08
Ríkisráð kemur ekki saman á gamlársdag vegna smitaðra ráðherra Ríkisráð kemur ekki saman á gamlársdag líkt og venja hefur verið undanfarna áratugi. Ástæðan er sú að í það minnsta þrír ráðherrar verða í einangrun um áramótin vegna kórónuveirusmits. 29.12.2021 13:31
Sautján ára Úsbeki felldi Carlsen af stallinum Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni. 29.12.2021 11:36
744 greindust innanlands í gær 744 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 298 af þeim 744 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 40 prósent. 446 voru utan sóttkvíar, eða 60 prósent. 29.12.2021 10:51
Norðmenn fá ekki norsk handrit sem Árni færði Dönum að gjöf Danir hafa hafnað ósk Norðmanna um að fá afhent sjö handrit sem segja sögu norsks samfélags á öldum áður. Norðmenn fóru þess á leit síðasta sumar að fá afhent handritin með það í hyggju að þau yrði hluti af varanlegri sýningu á Þjóðarbókasafninu í Osló. 29.12.2021 10:44
Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29.12.2021 09:50
Sumarhiti í Alaska: 19,4 gráður mældust á Kódíakeyju Hitinn á Kódíakeyju í Alaska í Bandaríkjunum mældist 19,4 gráður síðastliðinn sunnudag, en aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í ríkinu í desembermánuði. Fyrra hitamet fyrir desember var þar slegið um heilar 3,9 gráður. 29.12.2021 08:20
Fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings látinn Harry Reid, fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, er látinn, 82 ára að aldri. Reid var þingmaður Demókrata í öldungadeildinni fyrir Nevada á árunum 1987 til 2017 og var jafnframt forseti öldungadeildarinnar frá 2007 til 2015. 29.12.2021 07:40
Allhvöss norðanátt og snjókoma eða él víða á landinu Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag og að strekkingur eða allhvass verði algengur vindstyrkur. Jafnvel megi reikna með að það verði hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan- og vestanlands. Nú í morgunsárið sé snjókoma eða él nokkuð víða á landinu. 29.12.2021 07:09
Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28.12.2021 13:51