Koma ný inn í eigendahóp KPMG Guðrún Björk Stefánsdóttir og Magnús Ólafur Kristjánsson hafa komið ný inn í eigendahópi KPMG. 7.12.2021 09:49
Gestum Salalaugar brugðið eftir að flugeldum var kastað yfir girðingu Sundlaugargestum og starfsfólki Salalaugar í Kópavogi var mörgum mjög brugðið eftir að flugeldum var kastað yfir girðingu laugarinnar í gærkvöldi. 7.12.2021 08:35
Ekkert skólahald í Eskifjarðarskóla vegna smits Ákveðið hefur verið að fella niður skólahald í Eskifjarðarskóla í dag eftir að starfsmaður skólans greindist með COVID-19 í gær. 7.12.2021 08:20
Gagnrýndur fyrir að segja upp níu hundruð manns á Zoom-fundi Forstjóri bandaríska húsnæðislánafyrirtækisins Better.com hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagt upp rúmlega níu hundruð manns fyrirtækisins á tæplega þriggja mínútna fjarfundi á miðvikudaginn í síðustu viku. 7.12.2021 08:08
Braut rúður í þremur verslunum í miðborginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa brotið rúður í þremur verslunum hið minnsta í miðbæ Reykjavíkur. 7.12.2021 07:25
Snjókoma með köflum norðanlands en stöku él sunnantil Landsmenn mega reikna vestan- og suðvestan kalda eða strekkingi í dag og snjókomu með köflum um landið norðanvert, en stöku él sunnanlands. Hægari vindur seinnipartinn og styttir upp fyrir norðan. 7.12.2021 07:07
Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs fallinn frá Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Hægriflokksins, er látinn 93 ára gamall. Flokkurinn greinir frá í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi lognast út af á heimili sínu í hverfinu Ullern í Osló. 6.12.2021 16:27
Stytta refsingu Suu Kyi um helming Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur stytt fangelsisdóm yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar, úr fjögurra ára fangelsi í tveggja ára. 6.12.2021 14:46
Framlengja opnunartímann í tveimur verslunum til viðbótar Bónus hefur ákveðið að framlengja opnunartíma verslana sinna á Selfossi og Fitjum í Reykjanesbæ í takti við rýmri opnunartíma sjö verslana sem tilkynnt var um á dögunum. 6.12.2021 14:25
Fyrrverandi bæjarstjóri dæmdur fyrir meiriháttar skattalagabrot Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi og greiðslu 66,5 milljóna króna sektar vegna meiriháttar brota á skatta- og bókhaldslögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar haldi Jónmundur almennt skilorð í tvö ár. 6.12.2021 13:08