Allhvasst við suðurströndina en annars víða bjart veður Reikna má með austlægri átt í dag, allhvössu og frostlausu veðri við suður- og suðausturströndina og sums staðar dálítilli úrkomu. Annars staðar þurrt og víða bjart veður með væru frosti. 12.11.2021 07:29
Skjálfti 3,2 að stærð við Keili Nokkrir jarðskjálftar riðu yfir í nótt samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Stærsti skjálftinn var 3,2 stig í grennd við Keili á Reykjanesi og því væntanlega ótengdur stóra skjálftanum sem reið yfir Suðurlandi í gær. 12.11.2021 07:05
Fá vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við lóðaframkvæmdir eftir allt saman Yfirskattanefnd hefur fallist á kröfu sveitarfélags um endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna við framkvæmdir á lóð húsnæðis í eigu sveitarfélagsins. Ríkisskattstjóri hafði áður hafnað umsókninni um endurgreiðslu virðisaukaskattsins. 12.11.2021 07:00
Sverrir í Selsundi: „Allt öðruvísi en í skjálftanum 1987“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, segir skjálftann sem varð á öðrum tímanum í dag hafa verið allt öðruvísi en stóri skjálftinn reið yfir í Vatnafjöllum árið 1987. 11.11.2021 14:51
Arndís Ósk nýr yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds hefur verið ráðin nýr yfirmaður verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni. Hún með sem slíkur hafa yfirumsjón með öllum verkefnum Borgarlínu hjá Vegagerðinni. 11.11.2021 14:16
Monster‘s Ball-leikari látinn þrítugur að aldri Hinn bandaríski Coronji Calhoun, sem fór með hlutverk sonar persónu Halle Berry í myndinni Monster‘s Ball frá árinu 2001, er látinn, þrítugur að aldri. 11.11.2021 14:01
FW De Klerk er allur Frederik Willem de Klerk, fyrrverandi forseti Suður-Afríku og síðasti hvíti maðurinn til að leiða landið, er látinn, 85 ára að aldri. 11.11.2021 10:53
Tvö hundruð greindust innanlands Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 11.11.2021 10:06
Erik, Gunnar og Sigrún ráðin í stjórnunarstöður hjá KPMG Erik Christianson Chaillot, Gunnar Kristinn Sigurðsson og Sigrún Kristjánsdóttir hafa verið ráðin í stjórnendastöður hjá KPMG. 11.11.2021 09:26
Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11.11.2021 09:04