Bolsonaro skráir sig í stjórnmálaflokk Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur skráð sig í og gengið til liðs við hinn hægrisinnaða Frjálslynda flokk (PL) í landinu. Hann hefur staðið utan flokka frá árinu 2019. 11.11.2021 07:56
Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. 11.11.2021 07:37
Víða bjart en fremur kalt Reikna má með þokkalegasta veðri í dag þar sem víða verður bjart en fremur kalt. Líkur eru á smá úrkomu allra syðst, og eins verður strekkingsvindur þar. Víða frost og að tíu stigum í innsveitum norðaustanlands. 11.11.2021 07:14
Níu smitaðir á Vopnafirði og skólum lokað Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum. 10.11.2021 14:40
Guðni sækir friðarráðstefnu í París og fundar með Macron Guðni Th. Jóhannesson forseti heldur til Parísar á morgun þar sem hann mun taka þátt í alþjóðlegri friðarráðstefnu, Paris Peace Forum, í boði Emmanuels Macrons Frakklandsforseta. 10.11.2021 14:15
Bein útsending: Hver er ávinningur af samstarfi vísinda og iðnaðar í heilbrigðisvísindum? Fjallað verður um fyrirtæki sem sprottið hafa úr rannsóknum og hugmyndum innan Háskóla Íslands og hvernig samþætta má vísindastarf og nýsköpun innan háskóla í samstarfi við atvinnulíf á öðrum fundinum í fyrirlestraröð Alvotech og Háskóla Íslands. 10.11.2021 13:31
Bandaríkjamenn fjölmennasti hópur ferðamanna í október Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. 10.11.2021 13:09
Stefan Löfven búinn að segja af sér Stefan Löfven hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Löfven gekk á fund Andreas Norlén þingforseta klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hann tilkynnti um afsögnina. 10.11.2021 11:58
Annar metdagur: 178 greindust með kórónuveiruna innanlands 178 manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna á sama degi hér á landi frá upphafi faraldursins. 96 af þeim 178 sem greindust innanlands í gær voru ekki í sóttkví við greiningu, eða 54 prósent. 82 voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 10.11.2021 11:12
Gunnar nýr samskiptastjóri ríkislögreglustjóra Gunnar H. Garðarsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri embættis ríkislögreglustjóra. Um er að ræða nýtt embætti. 10.11.2021 10:33