Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19.10.2021 13:01
Mesti fjöldi smitaðra á einum degi frá því í lok ágúst Áttatíu manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa fleiri greinst á einum degi síðan í lok ágúst. 19.10.2021 10:06
Ráðin til VÍS eftir sautján ár hjá Icelandair Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sölu- og markaðsstjóra VÍS. 19.10.2021 09:25
Kaupir meirihluta í Borealis Data Center Franski fjárfestingarsjóðurinn Vauban Infrastructure Partners hefur keypt meirihlutaeign í íslenska félaginu Borealis Data Center sem áður hét Etix Everywhere Borealis. 19.10.2021 09:13
Disney frestar frumsýningu á Indiana Jones, Thor og öðrum stórmyndum Ljóst er að aðdáendur kvikmynda úr smiðju Disney munu þurfa að bíða lengur eftir nokkrum þeim myndum fyrirtækisins sem væntanlegar eru á stóra tjaldið. 19.10.2021 08:12
Leggja til sölu á embættisbústað biskups og 23 fasteignum til viðbótar Starfshópur á vegum kirkjuþings hefur lagt til að átta jarðir í eigu Þjóðkirkjunnar og sextán eignir til viðbótar víðs vegar um land verði seldar sem liður í fjárhagslegri skipulagningu. 19.10.2021 07:46
Víða hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Landsmenn mega búa sig undir norðaustanátt í dag þar sem víða verður hvassviðri eða stormur. Sums staðar getur þó orðið enn hvassara í vindstrengjum við fjöll. 19.10.2021 07:14
Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18.10.2021 12:34
Umsóknarfresturinn um embætti forstjóra framlengdur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti forstjóra Landspítala til 8. nóvember næstkomandi. 18.10.2021 12:14
Mun stýra fjármálasviði Wise Elín Málmfríður Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Wise. Hún tekur við stöðunni af Gunnari Birni Gunnarssyni. 18.10.2021 11:27