Taka við stimplaframleiðslu Stimplagerðarinnar Prentmet Oddi hefur tekið við framleiðslu á stimplum Stimplagerðarinnar sem verið hefur í rekstri frá árinu 1955. 4.10.2021 12:08
Tvær skriður féllu í Útkinn í nótt Tvær skriður féllu í nótt sunnan við bæinn Geirbjarnarstaði í Útkinn sem fóru yfir veginn. 4.10.2021 10:45
Fá Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvanir sínar um jónarásir Bandarísku vísindamennirnir David Julius og Ardem Patapoutian hafa hlotið Nóbelsverðlaun í lífefnafræði og læknisfræði fyrir uppgötvanir sínar þegar kemur jónarásum sem opnast eða lokast við hita eða þenslu. 4.10.2021 10:04
Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. 4.10.2021 09:42
Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð mun tilkynna innan skamms hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði. 4.10.2021 09:01
Skjálfti 3,3 að stærð Skjálfti 3,3 stærð var við Keili klukkan 7:17 í morgun og fannst hann víða í byggð. 4.10.2021 08:38
Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4.10.2021 08:09
Norðlæg átt og rigning með köflum fyrir norðan Veðurstofan spáir norðlægum áttum í dag, tíu til átján metrum á sekúndu og rigning með köflum eða súld fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnan heiða. Heldur hvassara verður við fjöll norðvestanlands og á Suðausturlandi. 4.10.2021 07:26
Kishida staðfestur í embætti forsætisráðherra Fumio Kishida hefur tekið við sem nýr forsætisráðherra Japans. Kishida var kjörinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í síðustu viku og samþykkti meirihluti japanska þingsins Kishida svo sem forsætisráðherra í morgun. 4.10.2021 07:11
Réðst á dyravörð eftir að hafa verið vísað út Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða í nótt mann sem hafði ráðist á dyravörð skemmtistaðar eftir að dyravörðurinn hafði vísað honum af staðnum. 4.10.2021 06:52