Kveðst hafa ofmetið eigið aðdráttarafl og kveður þingið án beiskju Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa, rétt eins og uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar, ofmetið eigið aðdráttarafl í aðdraganda þingkosninga sem fram fóru um síðustu helgi. 1.10.2021 08:47
Húsbílaeigenda óheimilt að leggja í sameiginlegu bílastæði fjölbýlishúss Kærunefnd húsamála telur að konu sé óheimilt að leggja og geyma húsbíl sinn í sameiginlegu bílastæði fjölbýlishúss sem hún býr í. Húsbílnum hafði verið lagt í einu sameiginlegra bílastæða sex íbúða fjölbýlishúss þar sem hann hafi lengi staðið óhreyfður og varð til þess að aðrir íbúar leituðu til nefndarinnar. 1.10.2021 08:01
Sápuóperustjarnan Michael Tylo er látinn Bandaríski leikarinn Michael Tylo, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja meðal annars úr sápuóperunum Leiðarljósi (e. Guiding Light) og Glæstum vonum (e. The Bold and the Beautiful), er látinn, 72 ára að aldri. 1.10.2021 08:01
Scarlett Johansson og Disney ná sáttum Afþreyingarrisinn Disney og bandaríska leikkonan Scarlett Johansson hafa náð sáttum í deilu sem sneri að dreifingu á Marvel-ofurhetjumyndinni Svörtu ekkjunni (e. Black Widow). 1.10.2021 07:34
Atlanta fjölgar þotum um sjö Flugfélagið Atlanta hyggst taka sjö nýjar flutningaþotur í notkun á næstu mánuðum. Félagið verður þá með sextán þotur til umráða, en fyrir er Atlanta með níu þotur í rekstri. 1.10.2021 07:21
Norðanáttin allsráðandi á næstunni Spáð er norðaustan strekkingi eða allhvössum vindi, tíu til átján metrum, fyrripart dags og víða rigningu í dag. Hvassast verður í vindstrengjum á vestanverðu landinu. Hins vegar dregur úr vindi síðdegis og rofar þá til sunnanlands. 1.10.2021 06:55
Banna sölu á kertum sem brenna óeðlilega og geta valdið neistaflugi og eldstrókum Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á gylltum og rauðgylltum kertum frá framleiðandanum Premier Decorations Ltd. sem seld voru í verslunum Samkaup. 29.9.2021 13:23
Tilnefna Andersson sem nýjan formann sænskra Jafnaðarmanna Undirbúningsnefnd á vegum sænskra Jafnaðarmanna hefur tilnefnt fjármálaráðherrann Magdalenu Andersson til að verða næsti formaður flokksins. Framundan er landsþing flokksins í byrjun nóvember þar sem arftaki Stefans Löfven forsætisráðherra verður kjörinn. 29.9.2021 12:54
Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29.9.2021 12:49
„Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. 29.9.2021 11:17