Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26.9.2021 08:59
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26.9.2021 07:38
Sameiningu hafnað í Ásahreppi en naumlega samþykkt annars staðar Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær. 26.9.2021 07:16
Norðmenn aflétta nær öllum takmörkunum á morgun Nær öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar verður aflétt í Noregi á morgun klukkan 16 að staðartíma. 24.9.2021 13:59
Fimm létust í óveðri á hæsta fjalli Evrópu Fimm manns eru látnir eftir að hafa lent í miklu óveðri þegar verið var að klífa fjallið Elbrus í Kákasusfjöllum. Fjallið er 5.642 metra hátt, í Rússlandi og hæsta fjall Evrópu. 24.9.2021 13:13
Ráðin nýir framkvæmdastjórar hjá Landsbankanum Bergsteinn Ó. Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Áhættustýringar hjá Landsbankanum og Sara Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samfélags, sem er nýtt svið hjá bankanum, en undir það heyra mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, samskipti, samfélagsábyrgð og Hagfræðideild. 24.9.2021 10:16
Bein útsending: Útför Jóns Sigurðssonar Útför Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra, seðlabankastjóra og formanns Framsóknarflokksins, verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10. 24.9.2021 09:45
Síðasti þáttur Harmageddon á X-inu Síðasti þáttur Harmageddon verður á útvarpsstöðinni X977 í dag. Þátturinn hefur verið í umsjón þeirra Frosta Logasonar og Þorkels Mána Péturssonar síðustu ár og er nú komið að leiðarlokum. 24.9.2021 08:52
Varar við hættu sem getur stafað af papparörunum „Það voru tvær mæður sem létu mig vita, sama sólarhringinn, að þegar börnin þeirra voru að drekka úr einhverjum umbúðum með papparörum, þá losnaði frá hluti af rörinu og varð eftir í munni barnanna.“ 24.9.2021 08:47
Væta á köflum um sunnanvert landið Reikna má með vætu á köflum um landið sunnanvert í dag en úrkomuminna fyrir norðan. Fremur svalt í veðri. Austlæg og norðaustlæg átt í dag, fimm til þrettán metrar á sekúndu og allvíða skúrir eða slydduél, en dálítil rigning suðaustanlands. 24.9.2021 07:17