Allt sem þú þarft að vita um kosningarnar Landsmenn munu ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa sér nýtt þing. Kjörstaðir verða opnaðir um allt land í fyrramálið, flestir klukkan níu og verður þeim í flestum tilfellum lokað klukkan 22. Vísir hefur tekið saman nokkur helstu atriðin varðandi kosningarnar og framkvæmd þeirra. 24.9.2021 06:01
Kemur ný inn í stjórn Kauphallarinnar Katrín Olga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur hefur verið kjörin ný í stjórn Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland. 23.9.2021 20:19
Leikstjóri Notting Hill er látinn Breski kvikmyndaleikstjórinn Roger Michell, sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt myndinni Notting Hill, er látinn. Umboðsmaður Michell segir hann hafa andast í gær, 65 ára að aldri. 23.9.2021 17:46
Bætir 300 ferkílómetrum við Vatnajökulsþjóðgarð Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað breytingar á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð sem kveður á um þrjú hundruð ferkílómetra stækkun á norðursvæði þjóðgarðsins. 23.9.2021 13:35
Hálkublettir og snjóþekja á Hellisheiði og í Þrengslum Snjóþekja er nú á Hellisheiði sem og á Þrengslavegi að vegamótum við veg 38. Þá er búið að loka Nesjavallaleiðinni vegna snjóa. 23.9.2021 12:41
Munu leiða markaðsstarf og stafræna vegferð Kynnisferða Axel Gunnlaugsson og Atli Björgvinsson ráðnir til Kynnisferða til að leiða markaðsstarf og stafræna vegferð Kynnisferða. 23.9.2021 09:15
Play bætir við sig nýjum áfangastað í vetraráætluninni Flugfélagið PLAY hefur bætt Amsterdam í Hollandi við vetraráætlun sína. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, frá og með 3. desember. 23.9.2021 09:07
Tekur við sem framkvæmdastjóri SÍF Telma Eir Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og hefur hún þegar hafið störf. 23.9.2021 08:48
Loftmengun enn hættulegri en talið var Loftmengun er enn hættulegri en áður var talið. Þetta segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sem hefur nú lækkað heilsuverndarmörk nokkurra helstu mengunarvalda. 23.9.2021 08:05
Margmilljarða styrkir borist til endurbyggingar Notre Dame Um 840 milljónir evra, um 128 milljarðar króna, hafa borist í styrki til endurbyggingar dómkirkjunnar Notre-Dame í frönsku höfuðborginni París sem brann í apríl 2019. 23.9.2021 07:55