varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mánaðar­leigan 1,2 milljónir króna

Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla.

Ekkert sem bendir til að verk­lagi lög­reglu hafi ekki verið fylgt

Ekkert bendir á þessu stigi til þess að verklagi lögreglu í atburðunum sem áttu sér stað í Dalseli á Egilsstöðum aðfararnótt föstudagsins hafi ekki verið fylgt. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem hafi rýnt í atburðina innanhúss. Þá segir að lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafi fengið sálræna aðstoð.

Ed Asner er fallinn frá

Bandaríski leikarinn Ed Asner, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk fréttamannsins Lou Grant í bandarískum sjónvarpsþáttum, er látinn, 91 árs að aldri. Asner gerði einnig garðinn frægan fyrir hlutverk í kvikmyndinni Elf og ljáði aðalpersónu kvikmyndarinnar Up rödd sína.

Litlar breytingar í veðrinu í dag

Litlar breytingar verða í veðrinu í dag með suðvestanátt á landinu og yfirleitt á bilinu fimm til þrettán metrum á sekúndu.

Starfs­maður þing­flokks vill leiða SUS

Lísbet Sigurðardóttir hefur sóst eftir formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á 46. sambandsþingi félagsins sem fram fer dagana 10. til 12. september næstkomandi í Reykjanesbæ. Steinar Ingi Kolbeins gefur kost á sér í embætti varaformanns og Ingveldur Anna Sigurðardóttir til embættis 2. varaformanns.

Sjá meira