Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 08:39 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að þörf sé á öflugri skjálftahrinu til að gosinu ljúki. Vísir/Vilhelm „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. Þorvaldur segir að hann telji að það þurfi mögulega aðra skjálftahrinu, sem drifin er áfram af plötuhreyfingum, til að stoppa þetta gos. „Slíkar plötuhreyfingar virðast hafa komið þessu gosi af stað og mig grunar að það þurfi kannski eitthvað svipað til að stoppa það.“ Á meðan jörðin skelfur ekki heldur gosið þá áfram? „Já, þá rennur kvikan bara upp um gosrásina. Þetta er bara eins og pípa sem er alltaf opin. Lekur alltaf jafnt og þétt úr henni. Og enginn krani til að skrúfa fyrir. Þeir gleymdu að kaupa hann,“ segir Þorvaldur léttur í bragði. Smá hiksti Nokkur umræða skapaðist fyrr í vikunni um hvort að eldgosinu væri að ljúka eftir að gosórói féll um stund á þriðjudagskvöldið. Þorvaldur segist þó ekki hafa haldið að eldgosinu væri eitthvað að ljúka. „Það hefur komið smá hiksti í þetta, en þetta hefur gerst áður þannig að maður átti nú alveg eins von á því að það myndi ná sér upp aftur.“ Mikil boðaföll Þorvaldur segir að þær séu orðnar ansi öflugar hrinurnar nú og með töluverðum kvikustrókum, þegar sést þá til gossins á annað borð. „Við sjáum í gærkvöldi, milli klukkan átta og níu, þá komu tvær fallegar hrinur með allmyndarlegum kvikustrókum og virkilega öflugt hraunflæði út úr gígnum. Mikil boðaföll þarna niður hlíðarnar. Svo tókum við eftir því að það var líka veruleg virkni á yfirborði, yfirhlaup eins og við myndum kalla það, í Meradölum. Þannig að stór hluti Meradala var að þekjast nýju hrauni og svo fór vesturendinn á hrauninu í Nátthaga af stað í gær líka,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þorvaldur segir að hann telji að það þurfi mögulega aðra skjálftahrinu, sem drifin er áfram af plötuhreyfingum, til að stoppa þetta gos. „Slíkar plötuhreyfingar virðast hafa komið þessu gosi af stað og mig grunar að það þurfi kannski eitthvað svipað til að stoppa það.“ Á meðan jörðin skelfur ekki heldur gosið þá áfram? „Já, þá rennur kvikan bara upp um gosrásina. Þetta er bara eins og pípa sem er alltaf opin. Lekur alltaf jafnt og þétt úr henni. Og enginn krani til að skrúfa fyrir. Þeir gleymdu að kaupa hann,“ segir Þorvaldur léttur í bragði. Smá hiksti Nokkur umræða skapaðist fyrr í vikunni um hvort að eldgosinu væri að ljúka eftir að gosórói féll um stund á þriðjudagskvöldið. Þorvaldur segist þó ekki hafa haldið að eldgosinu væri eitthvað að ljúka. „Það hefur komið smá hiksti í þetta, en þetta hefur gerst áður þannig að maður átti nú alveg eins von á því að það myndi ná sér upp aftur.“ Mikil boðaföll Þorvaldur segir að þær séu orðnar ansi öflugar hrinurnar nú og með töluverðum kvikustrókum, þegar sést þá til gossins á annað borð. „Við sjáum í gærkvöldi, milli klukkan átta og níu, þá komu tvær fallegar hrinur með allmyndarlegum kvikustrókum og virkilega öflugt hraunflæði út úr gígnum. Mikil boðaföll þarna niður hlíðarnar. Svo tókum við eftir því að það var líka veruleg virkni á yfirborði, yfirhlaup eins og við myndum kalla það, í Meradölum. Þannig að stór hluti Meradala var að þekjast nýju hrauni og svo fór vesturendinn á hrauninu í Nátthaga af stað í gær líka,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira