Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29.6.2021 14:41
Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29.6.2021 13:37
Bætist í hóp eigenda EY Gunnar S. Magnússon hefur bæst í hóp eigenda EY, en hann leiðir sjálfbærniteymi EY sem stofnað var á árinu hjá félaginu. 29.6.2021 12:31
Hækka skilagjaldið um tvær krónur Frá mánaðarmótum hækkar útborgað skilagjald fyrir flöskur og dósir til viðskiptavina Endurvinnslunnar úr sextán krónum í átján á hverja einingu. 29.6.2021 12:23
Ráðin verkefnastjóri Stafræns Suðurlands Margrét Valgerður Helgadóttir, sérfræðingur í upplýsingatækni, hefur verið ráðin verkefnastjóri Stafræns Suðurlands. 29.6.2021 12:17
Hafa náð samkomulagi um rekstur nýs veitingastaðar í Hörpu Nýr veitingastaður, „Hnoss“, mun opna á jarðhæð Hörpu í ágúst næstkomandi. Það er veitingafólkið Stefán Viðarsson og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem munu reka staðinn sem áætlað er að opni skömmu fyrir Menningarnótt. 29.6.2021 11:27
Krónan og Elko flytja í gamla Mylluhúsið í Skeifunni Krónan og Elko munu opna nýjar verslanir í Skeifunni 19 um mitt næsta ár. Um er að ræða gamla Mylluhúsið sem er í gagngerri enduruppbyggingu, en verslunarrýmið verður alls rúmir fjögur þúsund fermetrar. 29.6.2021 10:35
Berglind ráðin hugmynda- og textasmiður Berglind Pétursdóttir hefur verið ráðin hugmynda- og textasmiður á auglýsingastofunni H:N Markaðssamskipti. 29.6.2021 10:26
Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29.6.2021 09:50
Fyrrverandi forseti dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi Hæstiréttur í Suður-Afríku hefur dæmt fyrrverandi forseta landsins, Jacob Zuma, í fimmtán mánaða fangelsi. 29.6.2021 09:19