Næstráðandi hættir vegna örlagaríks golfhrings Næstráðandi innan kanadíska hersins, undirhershöfðinginn Mike Rouleau, hefur ákveðið að láta af störfum eftir að hann spilaði golf með fyrrverandi yfirmanni kanadíska hersins sem nú sætir rannsókn vegna ásakana um kynferðislegt misferli. 15.6.2021 13:29
Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15.6.2021 12:39
Lilja í tímabundið leyfi frá störfum Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun að læknisráði fara í tímabundið veikindaleyfi. 15.6.2021 11:31
Könnun MMR: Sjálfstæðisflokkur mælist með 27 prósent fylgi Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 27,0 prósent í nýrri könnun MMR, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu könnun sem lögð var fyrir síðustu vikuna í maí. 15.6.2021 11:06
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15.6.2021 10:54
Tekur við starfi framkvæmdastjóra Gló Berglind Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Gló veitinga ehf. Skeljungur keypti nýverið allt hlutafé í fyrirtækinu. 15.6.2021 09:44
Sektað um milljón evra fyrir að njósna um starfsfólk Dómstóll í Frakklandi hefur gert IKEA þar í landi að greiða eina milljón evra í sekt, um 150 milljónir króna, fyrir að hafa njósnað um starfsfólk á um tuttugu ára tímabili. 15.6.2021 09:35
Bein útsending: Miklabraut og Sæbraut í stokk Opinn fundur Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í Reykjavík, um tillögur um Miklubrautarstokk og Vogabyggðarstokk hefst í dag klukkan 9 og stendur til klukkan 11. 15.6.2021 08:30
Tveir til viðbótar smitaðir á Grænlandi Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í grænlensku höfuðborginni Nuuk í gærkvöldi. Báðir þeir sem smituðust tengjast fyrra hópsmiti í tengslum við verktakafyrirtækið Munck sem stendur að framkvæmdum á flugvellinum í Nuuk. 15.6.2021 08:07
Gone-Girl stjarnan Lisa Banes látin eftir árekstur Bandaríska leikkonan Lisa Banes, sem meðal annars er þekkt fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Gone Girl, er látin, 65 ára að aldri. Rafhlaupahjóli eða léttu bifhjóli var ekið á Banes nærri Lincoln Center í New York þann 4. júní og hafði hún dvalið á gjörgæslu sjúkrahúss í borginni síðan. 15.6.2021 07:22