Áfram grímuskylda í Strætó Tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum og grímuskyldu munu ekki hafa áhrif á starfsemi Strætó. Áfram þurfa bæði farþegar og vagnstjórar að bera grímu. 21.5.2021 14:00
Gagnrýnir færeyska utanríkisráðherrann fyrir að afþakka bólusetningu Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur gagnrýnt utanríkisráðherra sinn, Jenis av Rana, fyrir að afþakka bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lögmaðurinn segir ráðherrann með þessu senda Færeyingum slæm skilaboð. 21.5.2021 13:28
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 21.5.2021 10:54
Sigurlína nýr stjórnarformaður Solid Clouds Sigurlína Ingvarsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Solid Clouds, framleiðanda fjölspilunartölvuleiksins Starborne. 21.5.2021 10:16
Lækka leiguna hjá 190 leigutökum um 25 þúsund krónur Bjarg íbúðafélag hyggst lækka leiguna hjá 190 leigutökum sínum um 14 prósent um næstu mánaðamót. Leigan fer þannig úr 180 þúsund krónum í 155 þúsund krónur. 21.5.2021 08:11
Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21.5.2021 07:39
Víða bjartviðri en dálitlar skúrir um landið austanvert Veðurstofan spáir norðlægri átt, golu eða kalda í dag. Spáð er víða bjartviðri, en skýjað um landið austanvert og dálitlar skúrir eða slydduél. Hiti á landinu eitt til ellefu stig yfir daginn, mildast suðvestantil, en allvíða næturfrost. 21.5.2021 07:16
Falla frá hugmyndum um leikskóla á Hagatorgi Borgarráð Reykjavíkur hefur fallið frá hugmyndum um að koma upp færanlegum leikskóla á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur. Þess í stað verði byggður upp almenningsgarður á torginu. 20.5.2021 15:00
Rúmlega helmingur spáir Íslandi í einu af tíu efstu sætunum Rúmlega helmingur íslensku þjóðarinnar, 54 prósent, spáir Daða og Gagnamagninu einu af tíu efstu sætunum í Eurovision í ár. Um sjö prósent spáir íslenska framlaginu einu af þremur neðstu sætum keppninnar. 20.5.2021 14:28
BBC biðst afsökunar á umdeildu Díönu-viðtali frá 1995 Breska ríkisútvarpið hefur í fyrsta sinn beðist afsökunar á umdeildu viðtali sjónvarpsmannsins Martins Bashir við Díönu prinsessu frá 1995. Það er gert eftir óháða rannsókn á aðdraganda og framkvæmd viðtalsins, niðurstöður hverrar voru birtar í dag. 20.5.2021 14:06