Minnast þess að átján ár eru liðin frá fæðingu Madeleine McCann Foreldrar hinnar bresku Madeleine McCann minnast þess í dag að átján eru liðin frá fæðingu hennar og segjast þau enn halda í „smá“ von um að hún muni finnast á lífi. Madeleine hvarf úr hótelíbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal í maí 2007. 12.5.2021 10:22
Bein útsending: Fundur Samfylkingarinnar – Verk að vinna – strax Frambjóðendur Samfylkingarinnar munu kynna nýjar tillögur sínar að „markvissum aðgerðum til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn“ á fréttamannafundi sínum sem hefst klukkan 10:30. 12.5.2021 10:16
Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12.5.2021 07:53
Áfram hægur vindur og bjart veður Veðurstofan reiknar með hægum vindi og björtu veðri, en smáskúrum á víð og dreif sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu eitt til níu stig, en víða frost í nótt. 12.5.2021 07:16
Drengur í ruslagámi látinn eftir tæmingu Þrettán ára drengur kramdist til bana í öskubíl í Ástralíu eftir að hafa sofnað ásamt tveimur félögum sínum í ruslagámi. 11.5.2021 14:51
Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11.5.2021 14:13
Gerir varnarmálaráðherrann að forsætisráðherra til bráðabirgða Rumen Radev, forseti Búlgaríu, hyggst skipa öryggis- og varnarmálaráðherra landsins, hinn 61 árs Stefan Yanev, forsætisráðráðherra til bráðabirgða, eða fram að þingkosningum sem fram fara í landinu í júlí. 11.5.2021 13:38
Katrín ánægð með að hafa ekki fundið fyrir stungunni Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var bólusett fyrir kórónuveirunni í Laugardalshöllinni klukkan 13 í dag. Katrín var bólusett með bóluefni Pfizer. 11.5.2021 13:26
Gosið tvöfalt öflugra en hefur verið lengst af Veruleg aukning hefur orðið í hraunrennsli í Fagradalsfjalli síðustu vikuna. Meðalrennslið yfir tímabilið mælist þrettán rúmmetrar á sekúndu sem er miklu meira en þeir tæplega átta rúmmetrar á sekúndu sem áður hafa mælst. 11.5.2021 11:48
Þrír greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir af þeim greindust voru utan sóttkvíar, en einn var í sóttkví. 11.5.2021 10:44