Ísland áfram gult og staðan enn verst á Kýpur Ísland er áfram flokkað sem gult ríki á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem segir til um stöðuna á hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Uppfært kort var birt í gær. 7.5.2021 08:20
Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. 7.5.2021 07:43
Sitjum áfram í köldum loftmassa af norðlægum uppruna Það eru í grunninn litlar breytingar á veðri næstu daga frá því sem verið hefur undanfarið. Víðáttumikil hæð er ennþá yfir Grænlandi og við sitjum í köldum loftmassa af norðlægum uppruna. 7.5.2021 07:16
Kristín Hrefna til Origo Kristín Hrefna Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Origo þess að leiða teymi gæðalausna hjá fyrirtækinu. 6.5.2021 12:12
Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6.5.2021 11:47
Tveir greindust innanlands í gær Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 6.5.2021 10:55
Ingibjörg til liðs við KOM Ingibjörg Hjálmfríðardóttir hefur verið ráðin til KOM sem verkefnastjóri hjá nýrri ráðstefnudeild KOM ráðgjafar. 6.5.2021 10:20
„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6.5.2021 10:13
Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6.5.2021 09:12
Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. 6.5.2021 08:35