Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19.4.2021 11:29
27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19.4.2021 10:50
Starfsmenn Krónunnar í Austurveri í sóttkví eftir smit Starfsmaður sem er í hlutastarfi hjá Krónunni í Austurveri hefur greinst með kórónuveiruna. Allir starfsmenn verslunarinnar sem voru í samskiptum við starfsmanninn hafa verið sendir í sóttkví í samráði við sóttvarnarlækni og rakningateymi almannavarna. 19.4.2021 10:24
Baerbock kanslaraefni þýskra Græningja Græningjar í Þýskalandi hafa tilkynnt að Annalena Baerbock, þingkona og annar leiðtogi flokksins, verði kanslaraefni flokksins í þingkosningunum sem fara fram í Þýskalandi þann 26. september. 19.4.2021 09:57
„Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19.4.2021 08:30
Forstjóri Danske Bank hættur vegna gruns um lagabrot Chris Vogelzang hefur látið af störfum sem forstjóri Danske Bank eftir að fréttir bárust um að hann sé grunaður um lagabrot í Hollandi. 19.4.2021 07:32
Suðvestan gola og él á víð og dreif Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan golu eða kalda í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, annars él á víð og dreif. Hiti verður á bilinu núll til sjö stig, en víða næturfrost. 19.4.2021 07:13
244 þúsund Pfizer-skammtar til landsins í maí, júní og júlí Von er á samtals 244 þúsund bóluefnaskömmtum Pfizer til Íslands í maí, júní og júlí. Í dag fékkst staðfest að tvöfalt fleiri bóluefnaskammtar verða afhentir í júlí en áður var vænst. 16.4.2021 13:44
Egede kynnir ríkisstjórn sína síðdegis Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit (IA), mun kynna nýjan stjórnarsáttmála og ráðherra í ríkisstjórn sinni á fundi í menningarmiðstöðinni Katuaq í Nuuk síðar í dag. 16.4.2021 13:08
Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16.4.2021 11:36