Lindex hyggst opna á Selfossi Lindex mun opna verslun á Selfossi í ágúst og verður hún til húsa í því rými sem nú hýsir sérverslun Hagkaupa. Hagkaup lokar sinni verslun í júní. 29.3.2021 15:50
Fjórir greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir voru utan sóttkvíar. 29.3.2021 10:59
Bílaröð við Suðurstrandarveg: Mælt með mannbroddum enda flughált Suðurstrandarvegur verður opnaður og sömuleiðis gönguleiðin að gosstöðvunum í Geldingadölum klukkan 10. 29.3.2021 08:30
Hyggst segja af sér í apríl Nikol Pashinyan tilkynnti í gær að hann muni segja af sér embætti forsætisráðherra Armeníu í næsta mánuði til að draga úr þeirri spennu sem verið hefur í armenskum stjórnmálum síðustu vikur og mánuði. 29.3.2021 08:02
Dauðsföllin í Mexíkó sextíu prósent fleiri en áður var haldið fram Stjórnvöld í Mexíkó hafa gefið út nýjar tölur varðandi faraldur kórónuveirunnar þar í landi sem leiða í ljós að þar hefur ástandið verið mun verra en hingað til hefur verið haldið fram. 29.3.2021 07:50
Ríkasti maður Tékklands fórst í þyrluslysi Milljarðamæringurinn Petr Kellner, ríkasti maður Tékklands, var í hópi fimm manna sem fórust í þyrluslysi við Knik-jöklulinn í Alaska á laugardaginn. Kellner, sem var stofnandi og meirihlutaeigandi í PPF Group, varð 56 ára gamall. 29.3.2021 07:15
Litlar breytingar orðið á gosstöðvunum í nótt Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. 29.3.2021 06:55
Norðanáttin ríkjandi á landinu Norðanáttin verður ríkjandi á landinu í dag þar sem reikna má með éljagangi og skafrenningi norðan- og austantil fram yfir hádegi. Má reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag og frosti yfirleitt núll til fimm stig. 29.3.2021 06:45
Hafa náð skipinu af strandstaðnum Tekist hefur að ná gámaflutningaskipinu Ever Given á flot á ný að hluta. Skipið strandaði í Súesskurði síðastliðinn þriðjudag og þveraði skurðinn með þeim afleiðingum að nær öll umferð um skurðinn hefur stöðvast með tilheyrandi tjóni. 29.3.2021 06:21
Aldís ráðin forstöðumaður Hafnarborgar Aldís Arnardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hafnarborgar – menningar - og listamiðstöð Hafnarfjarðar. 26.3.2021 16:57