Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26.3.2021 16:47
32 látnir eftir árekstur lesta í Egyptalandi Að minnsta kosti 32 eru látnir og rúmlega níutíu slasaðir eftir að tvær lestir rákust saman í suðurhluta Egyptalands í dag. 26.3.2021 15:16
Sofía og Karl Filippus eignast þriðja soninn Sofía prinsessa og Karl Filippus prins hafa eignast sitt þriðja barn, en þau eignuðust son í morgun. Karl Filippus er sonur Karls Gústafs Svíakonungs. 26.3.2021 14:16
„Áhrif af þessu bætast ofan á þegar viðkvæma stöðu“ „Það sem er ótrúlegast í þessu er að við sjáum ekki hvernig þetta mál leysist og hvenær skipið mun losna.“ Þetta segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip, um stöðu skipaflutninga í heiminum eftir að eitt stærsta gámaflutningaskip heims strandaði í Súesskurði og þar sem það hefur stöðvað nær alla umferð. 26.3.2021 13:00
Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26.3.2021 11:45
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26.3.2021 10:52
Þórarinn er nýr formaður Sameykis Þórarinn Eyfjörð er nýr formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Hann tekur við stöðunni af Árna Stefáni Jónssyni. 26.3.2021 10:04
Boða til blaðamannafundar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 14:03 vegna morðsins sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík í síðasta mánuði. Til umfjöllunar verður rannsókn embættisins á málinu. 26.3.2021 09:03
Fimm látnir eftir að skýstrókar gengu yfir í Alabama Að minnsta kosti fimm eru látnir og fjöldi slasaðist eftir að skýstrókar gengu yfir svæði í Alabama í Bandaríkjunum í gær. 26.3.2021 08:07
Skúli tekur við af Símoni sem dómstjóri Skúli Magnússon hefur verið skipaður dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með næstu mánaðamótum. Skúli tekur við stöðunni af Símoni Sigvaldasyni, sem var á dögunum skipaður dómari við Landsrétt. 26.3.2021 06:55