Í tilkynningu frá lögreglu segir að vegna nýrra sóttvarnarreglna verði um fjarfund að ræða, en fyrirkomulag fundarins verður með sama hætti og upplýsingafundir almannavarnadeilar ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis.
Fulltrúar embættisins á fundinum verða þau Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs.
Vísir mun sýna beint frá fundinum.