Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9.3.2021 08:53
Innanlandsflug einnig undir merkjum Icelandair Innanlands- og millilandaflug Icelandair verður samþætt undir merkjum Icelandair. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair, en leiðakerfi og sölu- og markaðsstarf Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast undir vörumerki Icelandair frá þriðjudeginum næsta, 16. mars. 9.3.2021 07:49
Ógildir dóm yfir Lula sem gerir honum kleift að bjóða sig fram á ný Dómari í Brasilíu hefur ógilt dóm yfir Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins, sem hann hlaut vegna spillingar. Niðurstaðan gerir það að verkum að Lula gæti boðið sig fram að nýju í forsetakosningunum 2022. 9.3.2021 07:37
Allsherjaratkvæðagreiðsla hafin hjá VR Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2021 til 2023 hófst í morgun. 8.3.2021 14:41
Hulda ráðin framkvæmdastjóri og Bjarki starfsmaður þingflokks VG Hulda Hólmkelsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna. Hún hefur starfað sem upplýsingafulltrúi þingflokksins frá árinu 2019 og síðustu mánuði verið starfandi framkvæmdastjóri þingflokksins. 8.3.2021 14:19
Frá Vinstri grænum og til Bændasamtakanna Kári Gautason hefur verið ráðinn til Bændasamtaka Íslands þar sem hann mun koma að úrvinnslu og greiningu hagtalna landbúnaðarins, ásamt því að koma að hagrænum greiningum sem tengjast umhverfis-, loftlagsmálum, fæðuöryggi og tryggingamálum. 8.3.2021 13:58
Una sækist eftir einu af efstu sætunum hjá VG í Kraganum Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi og formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar, sækist eftir 1. til 2. sæti í komandi forvali flokksins vegna komandi þingkosninga. 8.3.2021 12:20
Söngvari Entombed er látinn Sænski söngvarinn Lars-Göran Petrov, betur þekktur sem L-G Petrov, er látinn, 49 ára að aldri. Hann var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D. 8.3.2021 11:37
MacKenzie Scott giftist kennara við skóla barna sinna MacKenzie Scott, ein ríkasta kona heims, hefur gifst kennaranum Dan Jewett sem kennir við skóla barna Scott og Amazon-stofnandans Jeffs Bezos. 8.3.2021 11:17
Þrír hafa greinst með veiruna innanlands síðan á föstudag Þrír hafa greinst með veiruna innanlands síðan á föstudag. Einn á föstudag, tveir á laugardag, en enginn í gær, sunnudag. Sá sem greindist á föstudag var utan sóttkvíar. Annar þeirra sem greindist á laugardag var utan sóttkvíar, en hinn ekki. 8.3.2021 10:52