Úttekt landlæknis: Nýttu ekki innra gæðaeftirlit til að fá betri yfirsýn Leitarmiðstöð Krabbameinsfélags Íslands (LKÍ) hefði getað nýtt ákveðna hluta innra gæðaeftirlits síns til að hafa betri yfirsýn á gæði frumugreininga í heild. Þetta er ein af niðurstöðum hlutaúttektar embættis landlæknis á LKÍ sem ákveðið var að ráðast í í kjölfar tilkynningar til embættisins um alvarlegt atvik í júlí 2020. 24.2.2021 14:11
75 fangar létu lífið í átökum í Ekvador Að minnsta kosti 75 fangar létu lífið í blóðugum átökum liðsmanna tveggja glæpagengja innan veggja þriggja fangelsa í Ekvador í gær. Fangaverðir þurftu að leita aðstoðar hjá bæði lögreglu og hernum til að ná aftur stjórn á ástandinu í fangelsunum. 24.2.2021 12:35
Lögðu hald á sextán tonn af kókaíni í Þýskalandi Tollayfirvöld í Þýskalandi hafa lagt hald á sextán tonn af kókaíni sem falin voru í gámum sem komu til landsins frá Paragvæ. Handlagningin er sögð vera sú mesta í sögunni í Evrópu. 24.2.2021 12:15
Enginn greindist innanlands þriðja daginn í röð Þriðja daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. 24.2.2021 11:01
Framtíð ferðaþjónustunnar: Logi fer yfir stöðu og horfur Á næstu vikum munu Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu. Í öðrum þættinum, sem hefst klukkan 9:15, verður rætt við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar. 24.2.2021 08:46
Elon Musk ekki lengur ríkastur Elon Musk, eigandi rafbílaframleiðandans Tesla, er ekki lengur ríkasti maður jarðar, en hlutabréf í Tesla hafa lækkað töluvert að undanförnu. 24.2.2021 08:17
Síðasta styttan af Franco tekin niður Síðasta styttan af fasíska einræðisherranum Franco sem enn var að finna á spænskri grundu, hefur nú verið tekin niður. Styttuna var að finna á Melilla, litlu spænsku landsvæði á norðvesturströnd Afríku, og var tekin niður eftir ráðamenn þar samþykktu að taka hana niður. 24.2.2021 08:10
Bjartviðri suðvestanlands en víða rigning eða snjókoma Veðurstofan spáir norðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag og víða dálítil rigning eða snjókoma. Þó má reikna með bjartviðri suðvestanlands. Hiti verður víðast á bilinu eitt til sex stig, en nálægt frostmarki á Norður- og Austurlandi. 24.2.2021 07:38
Játar að hafa ráðið blaðakonuna Daphne Caruana Galizia af dögum Vince Muscat, einn af þremur mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að morðinu. Verjandi Muscat hefur upplýst dómara um að Muscat viðurkenni nú sök í öllum ákæruliðum. 23.2.2021 14:22
Um þrjú hundruð fjarfundir á stafrænum Háskóladegi Um þrjú hundrið fjarfundir verða haldnir á hinum árlega Háskóladegi um næstu helgi þar sem fólki gefst færi á að kynna sér grunnnám allra háskóla í landinu. 23.2.2021 13:58