Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26.1.2021 11:34
Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru í sóttkví við greiningu. 26.1.2021 10:56
Gréta Björg og Guðmundur Kristján til Kadeco Guðmundur Kristján Jónsson og Gréta Björg Blængsdóttir hafa verið ráðin til Kadeco. Hefur Guðmundur Kristján verið ráðinn í stöðu viðskipta- og þróunarstjóra og Gréta Björg í starf fjármála- og skrifstofustjóra. 26.1.2021 10:13
Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26.1.2021 09:58
Pompidou-safninu í París lokað í fjögur ár Pompidou-safninu í frönsku höfuðborginni París verður lokað í fjögur ár til að hægt verði að ráðast í nauðsynlegar endurbætur. Menningarmálaráðherra landsins segir þá leið að loka safninu alfarið bæði vera ódýrari lausn og þannig taki endurbæturnar líka skemmri tíma. 26.1.2021 08:43
Bein útsending: Viðspyrna ferðaþjónustunnar Árlegur nýársfundur Íslenska ferðaklasans, KPMG og Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram í dag klukkan níu þar sem sjónum verður beint að helstu áskorunum og tækifærum sem framundan eru í viðspyrnu ferðaþjónustunnar. 26.1.2021 08:31
Sautján milljónir dala úr þrotabúi og til fórnarlamba Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að sautján milljónir dala skuli greiddar í miskabætur til fórnarlamba kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Upphæðin nemur 2,2 milljarðar íslenskra króna. 26.1.2021 07:37
Víða allhvöss austan- og norðaustanátt Veðurstofan spáir austan og norðaustanátt í dag, víða allhvassri eða hvassri, tíu til átján metrar á sekúndu, en mun hægari austan til. Dálítil él verða á landinu norðanverðu, en bjart með köflum syðra. Lægir heldur suðvestantil í kvöld. 26.1.2021 07:09
Breyta ensku heiti Íslandsstofu Frá og með 31. janúar verður ensku heiti Íslandsstofu breytt úr Promote Iceland í Business Iceland. 25.1.2021 14:39
Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25.1.2021 14:07