Yfirmaður almannavarna í Svíþjóð hættir eftir ferðina til Kanarí Dan Eliasson, yfirmaður Almannavarnastofnunar Svíþjóðar, hefur óskað eftir því að láta af störfum. Eliasson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ferð sem hann fór í um jólin til Las Palmas. 6.1.2021 14:56
Ekki útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu Þrátt fyrir litla úrkomu og kuldatíð á hálendinu stendur orkukerfi Landsvirkjunar vel. Ekki er útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu á yfirstandandi vetri. Orkusala hefur verið undir væntingum. 6.1.2021 14:36
Mikið álag á bráðamóttökuna í Fossvogi og fólki vísað annað Mikið álag er núna á Landspítalanum, meðal annars á bráðamóttöku í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttökuna vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. 6.1.2021 14:26
Grammy-verðlaunahátíðinni frestað fram í mars Grammy-verðlaunahátíðinni hefur verið frestað fram í mars vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hátíðin átti upphaflega að fara fram síðasta dag janúarmánaðar. 6.1.2021 14:19
Atli ráðinn sem markaðsráðgjafi Háskólans á Bifröst Atli Björgvinsson hefur verið ráðinn í hlutastarf sem markaðsráðgjafi Háskólans á Bifröst. 6.1.2021 12:17
Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid-19 í Færeyjum Tilkynnt var um fyrsta dauðsfallið af völdum Covid-19 í Færeyjum í dag. Var um að ræða 68 ára karlmann sem hafði legið á sjúkrahúsi í Þórshöfn vegna veikindanna frá því skömmu fyrir jól. 6.1.2021 11:41
Fimm greindust innanlands og átján á landamærum Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 6.1.2021 10:51
Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6.1.2021 10:18
Rithöfundurinn Eric Jerome Dickey látinn Bandaríski metsölurithöfundurinn Eric Jerome Dickey er látinn, 59 ára að aldri. Hann lést um helgina eftir glímu við krabbamein. 6.1.2021 08:38
Dr. Dre á sjúkrahúsi Bandaríski rapparinn og framleiðandinn Dr. Dre hefur verið lagður inn á sjúkrahús en verður brátt sendur aftur heim. Hinn 55 ára Dr. Dre segir frá þessu á Instagram-síðu sinni þó að hann taki ekki fram ástæður þess að hann hafi verið lagður inn. 6.1.2021 08:17