varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekki útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu

Þrátt fyrir litla úrkomu og kuldatíð á hálendinu stendur orkukerfi Landsvirkjunar vel. Ekki er útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu á yfirstandandi vetri. Orkusala hefur verið undir væntingum.

Fyrsta dauðsfallið af völdum Covid-19 í Færeyjum

Tilkynnt var um fyrsta dauðsfallið af völdum Covid-19 í Færeyjum í dag. Var um að ræða 68 ára karlmann sem hafði legið á sjúkrahúsi í Þórshöfn vegna veikindanna frá því skömmu fyrir jól.

Fjöldahandtökur í Hong Kong

Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum.

Dr. Dre á sjúkrahúsi

Bandaríski rapparinn og framleiðandinn Dr. Dre hefur verið lagður inn á sjúkrahús en verður brátt sendur aftur heim. Hinn 55 ára Dr. Dre segir frá þessu á Instagram-síðu sinni þó að hann taki ekki fram ástæður þess að hann hafi verið lagður inn.

Sjá meira