Hjólhýsi brann til kaldra kola í Laugardal Eldur kom upp í hjólhýsi á tjaldstæðinu í Laugardal um klukkan sex í morgun. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var hjólhýsið alelda og brann það til kaldra kola. 6.1.2021 07:31
Fram undan 2021: Nýr Bandaríkjaforseti, EM, Ólympíuleikar og lok kanslaratíðar Angelu Merkel Nýr maður tekur við embætti Bandaríkjaforseta og kanslaratíð Angelu Merkel líður undir lok. Fleiri fréttir verða að sjálfsögðu sagðar af heimsfaraldrinum og þróun og dreifingu bóluefna. Þingkosningar fara fram í Noregi og aðrar tilraunir verða gerðar til að halda Eurovision, Ólympíuleika og EM í fótbolta á tímum kórónuveirunnar. 6.1.2021 07:01
Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. 5.1.2021 16:01
Wilbek íhugar að bjóða sig fram til varaformennsku Ulrik Wilbek, borgarstjóri Viborg í Danmörku og fyrrverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, segist nú íhuga að bjóða sig fram til varaformennsku í Venstre. 5.1.2021 11:35
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 5.1.2021 10:56
Besti súmóglímukappi Japans greinist með Covid-19 Japanski súmóglímukappinn Hakuho, sem er efstur á styrkleikalista Súmóglímusambandsins þar í landi, hefur greinst með Covid-19. Meistarinn, sem á rætur að rekja til Mongólíu, fór í sýnatöku eftir að hafa misst lyktarskyn sitt. 5.1.2021 08:24
Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5.1.2021 07:41
Hæg vestlæg átt með éljum og kólnandi veður Spáð er fremur hægri vestlægri átt í dag með éljum um vestanvert landið en dálítilli rigningu eða slyddu suðaustantil. Þurrt að mestu norðaustanlands og hiti kringum frostmark. 5.1.2021 07:11
Fyrsti sjúklingurinn sem lagður er inn á sjúkrahús vegna Covid-19 Í fyrsta sinn frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur nú þurft að leggja Covid-smitaðan einstakling inn á sjúkrahús á Grænlandi. Landlæknir Grænlands segir ástand sjúklingsins ekki vera alvarlegt, heldur sé um að ræða varúðarráðstöfun vegna undirliggjandi sjúkdóms viðkomandi. 3.1.2021 14:23
Sjötti sem finnst látinn í Ask Björgunarlið í Ask í Noregi hafa nú fundið sex látna á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask eftir að leirskriður féllu í bænum á miðvikudaginn. Fjögurra er enn saknað. 3.1.2021 13:54