varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Larry King á sjúkra­húsi vegna Co­vid-19

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King, hefur greinst með kórónuveiruna og hefur verið lagður in á sjúkrahús í Los Angeles. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum að hinn 87 ára King hafi verið lagður inn á Cedars-Sinai Medical Centre vegna einkenna Covid-19 fyrir rúmri viku.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 munum við segja frá nýjustu fréttum frá hamfarasvæðunum í norska bænum Ask þar sem leirskriður féllu á miðvikudag. Björgunarstarf hélt áfram í dag við erfiðar aðstæður þar sem áfram er talin hætta á frekari skriðum.

Sænskur rappari hand­tekinn vegna mann­ráns

Lögregla í Svíþjóð handtók á gamlársdag sænska rapparann Yasin Abdullahi Mahamoud, betur þekktur sem Yasin, vegna gruns um að tengjast ráni á öðrum tónlistarmanni í Svíþjóð.

Segir skilið við flokkinn og gerist ó­háður þing­maður

Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið.

Þessir Ís­lendingar kvöddu á árinu 2020

Fjöldi þjóðþekktra Íslendingar kvaddi á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti söngvari þjóðarinnar, einhver vinsælasti skemmtikraftur landsins, frumkvöðull á sviði líkamsræktar á Íslandi, fyrrverandi ráðherrar og höfundur bókanna um Maxímús Músíkús. Þá þögnuðu einhverjar af þekktustu útvarpsröddum landsins.

Mann­fall eftir sprengju­á­rás á flug­velli í Jemen

Fimm manns hið minnsta eru látnir og fjöldi særður eftir sprengjuárás á flugvelli í jemensku hafnarborginni Aden í morgun. Sprengingar heyrðust og skotið var úr byssum á flugvellinum skömmu eftir að flugvél með nýrri ríkisstjórn landsins lenti á flugvellinum eftir að hafa komið frá Sádi-Arabíu.

Ekki vitað um af­drif 21 sem er til heimilis á ham­fara­svæðinu

Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim.

Sjá meira