Larry King á sjúkrahúsi vegna Covid-19 Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King, hefur greinst með kórónuveiruna og hefur verið lagður in á sjúkrahús í Los Angeles. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum að hinn 87 ára King hafi verið lagður inn á Cedars-Sinai Medical Centre vegna einkenna Covid-19 fyrir rúmri viku. 3.1.2021 13:02
Greta Thunberg átján ára: „Ég er ekki týpan sem held upp á afmælisdaga“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er átján ára í dag og hefur því náð þeim aldri til að geta kosið í kosningum í Svíþjóð og keyra bíl. Hún segist þó ekki hafa nein plön um að halda sérstaklega upp á tímamótin. 3.1.2021 12:40
Segir bólusetninguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir bráðamóttökuna Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir það mjög ánægjulegt og hafa gríðarlega þýðingu fyrir deildina að byrjað sé að bólusetja starfsmenn. Hann segir starfsmenn varla hafa fundið fyrir nokkrum aukaverkunum af fyrri bólusetningunni. 3.1.2021 12:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 munum við segja frá nýjustu fréttum frá hamfarasvæðunum í norska bænum Ask þar sem leirskriður féllu á miðvikudag. Björgunarstarf hélt áfram í dag við erfiðar aðstæður þar sem áfram er talin hætta á frekari skriðum. 2.1.2021 17:59
Sænskur rappari handtekinn vegna mannráns Lögregla í Svíþjóð handtók á gamlársdag sænska rapparann Yasin Abdullahi Mahamoud, betur þekktur sem Yasin, vegna gruns um að tengjast ráni á öðrum tónlistarmanni í Svíþjóð. 2.1.2021 15:35
Segir skilið við flokkinn og gerist óháður þingmaður Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið. 2.1.2021 07:57
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2020 Fjöldi þjóðþekktra Íslendingar kvaddi á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti söngvari þjóðarinnar, einhver vinsælasti skemmtikraftur landsins, frumkvöðull á sviði líkamsræktar á Íslandi, fyrrverandi ráðherrar og höfundur bókanna um Maxímús Músíkús. Þá þögnuðu einhverjar af þekktustu útvarpsröddum landsins. 31.12.2020 09:00
Ellefu flugmönnum sagt upp hjá Bláfugli Fragtflugfélagið Bláfugl hefur sagt upp ellefu flugmönnum fyrirtækisins í hagræðingarskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 30.12.2020 13:46
Mannfall eftir sprengjuárás á flugvelli í Jemen Fimm manns hið minnsta eru látnir og fjöldi særður eftir sprengjuárás á flugvelli í jemensku hafnarborginni Aden í morgun. Sprengingar heyrðust og skotið var úr byssum á flugvellinum skömmu eftir að flugvél með nýrri ríkisstjórn landsins lenti á flugvellinum eftir að hafa komið frá Sádi-Arabíu. 30.12.2020 13:30
Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. 30.12.2020 11:31
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent