Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30.12.2020 09:28
Félag Friðberts kaupir allt hlutafé í Heklu Riftún ehf., sem er í eigu Friðberts Friðbertssonar, forstjóra Heklu hf., hefur keypt allt hlutafé í bílaumboðinu Heklu. 30.12.2020 08:44
Argentínska þingið heimilar þungunarrof Meirihluti öldungadeildar argentínska þingsins hefur samþykkt að konum verði heimilt að gangast undir þungunarrof fram í fjórtándu viku meðgöngu. Spennustigið á götum höfuðborgarinnar Buenos Aires hefur verið hátt síðustu vikurnar vegna málsins þar sem stuðningsmenn og andstæðingar lagabreytingarinnar hafa safnast saman. 30.12.2020 08:00
Nýkjörinn þingmaður látinn af völdum Covid-19 Repúblikaninn Luke Letlow, sem kjörinn var á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Louisiana í kosningunum í nóvember, er látinn af völdum Covid-19. Hinn 41 árs gamli Letlow er fyrsti bandaríski þingmaðurinn til að láta lífið af völdum sjúkdómsins. 30.12.2020 07:40
Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30.12.2020 07:08
Theodóra settur skattrannsóknarstjóri næsta hálfa árið Theodóra Emilsdóttir hefur verið settur skattrannsóknarstjóri frá áramótum til 1. júlí 2021 í tímabundnu leyfi Bryndísar Kristjánsdóttur. 29.12.2020 13:17
Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29.12.2020 13:04
Aflýsa óvissustigi vegna jarðskjálfta á Norðurlandi Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra aflýst óvissustigi vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi. Óvissustigi var lýst yfir 20. júní síðastliðinn vegna jarðskjálftahrinu sem hófst um 20 kílómetrum norðaustan við Siglufjörð. 29.12.2020 12:42
Fatahönnuðurinn Pierre Cardin er látinn Franski fatahönnuðurinn Pierre Cardin er látinn. Þetta staðfestir fjölskylda Cardin í samtali við franska fjölmiðla, en hann varð 98 ára gamall. Hann lést á sjúkrahúsi í Neully, vestur af höfuðborginni París. 29.12.2020 12:30
Skjálfti 6,3 að stærð í Króatíu Jarðskjálfti 6,3 að stærð varð í Króatíu, um 46 kílómetrum suðaustur af höfuðborginni Zagreb um hádegisbil í dag. 29.12.2020 11:52
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent