Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28.12.2020 08:38
„Þetta er langþráður dagur“ „Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag. 28.12.2020 08:28
Stormurinn Bella olli usla í Frakklandi og Bretlandi Flugsamgöngur röskuðust og þúsundir heimila voru án rafmagns þegar stormurinn Bella fór yfir suðurhluta Bretlands og norðurhluta Frakklands í gær. Bellu fylgdi bæði mikið úrhelli og sömuleiðis hvassviðri. 28.12.2020 08:00
Kínverskur tölvuleikjamógúll látinn eftir eitrun Lin Qi, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri tölvuleikjaframleiðandans Yoozoo, er látinn eftir að eitrað hafði verið fyrir honum. 28.12.2020 07:31
Glímum enn við leifarnar af norðanstormi gærdagsins Landsmenn munu í dag glíma við leifarnar af þeim norðanstormi sem var á landinu í gær. Útlit er fyrir norðan strekking eða allhvassan vind, en suðaustan- og austanlands eru vindstrengir sem væntanlega ná styrk hvassviðris eða jafnvel storms. 28.12.2020 06:56
Sautján saknað eftir að fiskibátur sökk í Barentshafi Fiskibátur með nítján í áhöfn hefur sokkið á rússnesku hafsvæði í Barentshafi. Rússneska fréttaveitan Tass segir frá því að báturinn hafi sokkið nærri Novaya Zemlya í Arkhangelsk. 28.12.2020 06:39
Trump undirritar björgunarpakka og kemur í veg fyrir lokun alríkisstofnana Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög um sérstakan björgunarpakka sem ætlað er að styðja bæði fyrirtæki og einstaklinga í Bandaríkjunum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarískt efnahagslíf. Pakkinn hljóðar upp á 900 milljarða Bandaríkjadala, um 115 þúsund milljarða íslenskra króna. 28.12.2020 06:23
Slökktu eld í gámi í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í ruslatunnu eða gámi í hverfi 221 í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan 18 í gærkvöldi. 28.12.2020 06:05
Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25.12.2020 10:00
Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22.12.2020 14:54
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent