Tíu starfsmenn Efnagreininga NMÍ flytjast til Hafró Tíu starfsmenn, verkefni og tækjabúnaður Efnagreininga Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands munu flytjast til Hafrannsóknastofnunar. Tengist það því að til stendur að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð um áramótin. 14.12.2020 13:14
Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14.12.2020 12:40
Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 14.12.2020 10:50
Hyggja á gjaldtöku á bílastæðinu við Reykjadal Hveragerðisbær hyggst hefja gjaldtöku á bílastæðinu á Árhólum þar sem göngufólk leggur jafnan bílum sínum þegar gengið er upp í Reykjadal. 14.12.2020 08:47
34 nemendur og átta starfsmenn Ölduselsskóla í sóttkví vegna smits 34 nemendur í yngstu árgöngum Ölduselsskóla í Reykjavík, auk átta starfsmanna, eru komin í sóttkví eftir að í ljós kom í gær að starfsmaður skólans hafi smitast af kórónuveirunni. 14.12.2020 08:18
Forsætisráðherrann látinn fáeinum vikum eftir að hafa greinst með Covid-19 Forsætisráðherra Afríkuríkisins Esvatíní, Ambrose Dlamini, er látinn, 52 ára að aldri. Hann lést um mánuði eftir að hafa greinst með Covid-19. 14.12.2020 08:03
Sigurður Ingi segir samtal um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að „samtalið“ um Hálendisþjóðgarð hafa mistekist. Ekki hafi náðst að vinna málinu brautargengi meðal íbúa í sveitum – fólks sem sé margt gjörkunnugt aðstæðum á hálendinu og nýtir auðlindir þess með sjálfbærum hætti. 14.12.2020 07:33
Kona fékk ofgreiddar bætur, missti húsið og Tryggingastofnun uppskar 65 þúsund krónur Umboðsmaður Alþingis telur að Tryggingastofnun hafi ekki gætt meðalhófs við innheimtu í máli konu sem krafin var um endurgreiðslu á 590 þúsund krónum vegna ofgreiddra bóta. Stofnunin krafðist nauðungarsölu á fasteign í eigu konunnar sem boðin var upp og seld á 23 milljónir króna. 10.12.2020 11:53
Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10.12.2020 10:51
Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10.12.2020 08:47
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent