Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7.12.2020 07:42
66 starfsmenn Hertz endurráðnir 66 starfsmenn bílaleigunnar Hertz á Íslandi, sem sagt var upp störfum í haust, verða endurráðnir. 7.12.2020 07:20
Dæmdur fyrir að myrða tvo í Maniitsoq Dómstóll á Grænlandi dæmdi í gær 22 ára karlmann í ótímabundið fangelsi (d. forvaring) fyrir að hafa drepið tvo, karl og konu, á síðasta ári. 4.12.2020 15:03
Karl Steinar stýrir alþjóðasviði ríkislögreglustjóra Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra. 4.12.2020 14:08
Fjögur ráðin til Stefnis Theodór Sölvi Blöndal, Vigdís Hauksdóttir, Þorsteinn Andri Haraldsson og Eiríkur Ársælsson hafa öll verið ráðin til starfa hjá sjóðsstýringarfyrirtækinu Stefni að undanförnu. 4.12.2020 12:01
Þórálfur er fjórtánda jólavættin í borginni Ný jólavætt hefur bæst í hópinn hjá Reykjavíkurborg. Er um að ræða jólavættina Þórálf sem þykir reglusamur og ákveðinn, enda sér hann um allar sóttvarnir í helli jólasveinanna. 4.12.2020 11:46
Tólf greindust innanlands og allir í sóttkví Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir sem greindust voru í sóttkví. 4.12.2020 10:52
Maður handtekinn vegna dauða ellefu ára stúlku á Grænlandi Lögregla á Grænlandi hefur handtekið 27 ára karlmann vegna gruns um að hafa drepið ellefu ára stúlku í Aasiaat á vesturströnd landsins aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. 4.12.2020 09:49
Vormisserisumsóknir 60 prósent fleiri en í fyrra Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri og eru þær um 60 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum og segir að reikna megi með að um 16 þúsund nemendur verði í skólanum á næsta ári. 4.12.2020 09:04
Byggingarkostnaður muni hækka vegna gjaldskrárhækkana hjá Sorpu Viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins segir að byggingarkostnaður muni hækka vegna boðaðra gjaldskrárhækkana hjá Sorpu sem gildi taka um áramót. 4.12.2020 07:59
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent